Fjórða keppnisdegi lokið

05.06.2015 21:00

Keppni lauk í dag í sundi og skotfimi auk þess sem línur tóku að skírast verulega í fleiri greinum. Keppni hófst hins vegar í júdó.

Blak

Íslenska karlalandsliðið tryggði sér silfurverðlaun með því að leggja San Marínó 3-1 í síðasta viðburði dagsins. Lúxemborg innsiglaði gullverðlaunin með því að leggja Mónakó 3-0.

Hjá konunum er sigur Svartfjallalands ljós þótt ein umferð sé eftir. Íslenska liðið er enn í öðru sæti eftir 1-3 tap gegn Lúxemborg. Það hefur hins vegar lokið keppni og treystir því á hagstæð úrslit á morgun. Í hinum leik dagsins vann San Marínó Liechtenstein 3-1.

Körfuknattleikur

Stór dagur er framundan hjá íslensku körfuknattleiksliðunum á morgun sem leika hreina úrslitaleiki. Kvennalandsliðið mætir Lúxemborg klukkan 13:30 en karlalandsliðið Svartfjallalandi klukkan 16:00. Frítt er í höllina en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu RÚV.

Áfangastaðir brosverðlaunanna urðu ljósir í dag. Í karlaflokki hreppti Lúxemborg þau eftir 93-79 sigur á Andorra en Malta í kvennaflokki eftir 72-42 sigur á Mónakó.

Borðtennis

Riðlakeppni og fjórðungsúrslit í einstaklingskeppninni fóru fram í dag. Enginn Íslendingur komst áfram úr riðlakeppninni.

Fyrri hluti:
Guðrún G. Björnsdóttir tapaði fyrir Sonju Jankovic frá Svartfjallalandi 3-0.
Kolfinna Bjarnardóttir tapaði fyrir Xiaoxin Yang frá Mónakó 3-0 .
Magnús K. Magnússon tapaði fyrir Irfan Cekic frá Svartfjallalandi 3-0.
Davíð Jónsson tapaði fyrir Marios Yiangou frá Kýpur 3-0.

Seinni hluti:
Guðrún G. Björnsdóttir tapaði fyrir Letizia Giardi frá San Marínó 3-0.
Kolfinna Bjarnardóttir tapaði fyrir Jessica Pace frá Möltu 3-2.
Magnús K. Magnússon tapaði fyrir Damien Provost frá Mónakó 3-0.
Davíð Jónsson tapaði fyrir Anthony Peretti Mónakó 3-0.

Úrslit dagsins má sjá með að smella hér.

Skotíþróttir

Georgios Kazakos frá Kýpur sigraði Örn Valdimarsson á lokaskotunum í Álfsnesi í dag, 15-12. Örn setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í forkeppninni þegar hann skaut 121 dúfu. Stefanos Nikolidis setti nýt Smáþjóðaleikamet þegar hann skaut 123 dúfur í forkeppninni en lenti síðan í 3. sæti í lokakeppninni.

Golf

Kristján Þór Einarsson setti í dag glæsilegt vallarmet á Korpúlfsstaðavelli þegar hann lék á 64 höggum eða -7 á þriðja keppnisdeginum á Smáþjóðaleikunum. Kristján fékk alls sjö fugla og tapaði ekki höggi. Hann er efstur í einstaklingskeppninni á -12 samtals en íslenska sveitin er með 22 högga forskot fyrir lokahringinn á laugardag.

Sandro Piaget frá Mónakó er annar á -2 en hann lék á 66 höggum í dag. 
Haraldur Franklín Magnús er í þriðja sæti í einstaklingskeppninni á -2 samtals en hann lék á pari vallar í dag, eða 71 höggi. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á 70 höggum eða -1 í dag líkt og Sophie Sandolo frá Mónakó. Guðrún er efst í einstaklingskeppninni á -6 samtals (69-71-70) en Ísland er með 29 högga forskot í liðakeppninni. 

Sandolo er önnur í einstaklingskeppninni á pari vallar samtals (73-73-70) en þar á eftir koma íslensku keppendurnir Karen Guðnadóttir á +9 í þriðja sæti (77-73-75) og Sunna Víðisdóttir á +12 (74-78-76) í fjórða sæti.

Júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir sigraði -78kg flokk kvenna. Anna sigraði Charlotte Arendt frá Lúxemborg á þremur yuko gegn engu í úrslita viðureigninni.

Hermann Unnarsson varð annar í -73 kg flokki og Sveinbjörn Iura í -81 kg flokki. Þá varð Þór Davíðsson þriðji í -100 kg flokki.

Ítarlegri júdóúrslit má sjá hér.

Sigurvegarar dagsins urðu sem hér segir:

Karlar:
-60 kg: Yann Siccardi, Mónakó.
-66 kg: Andreas Krassas, Kýpur
-73 kg: Nikola Gusic, Svartfjallalandi
-81 kg: Srdjan Mrvaljevic, Svartfjallalandi
-90 kg: Denis Barboni, Lúxemborg
-100 kg: David Buchel, Liechtenstein

Konur:
-52 kg: Marie Muller, Lúxemborg 
-57 kg: Manon Durbach, Lúxemborg
-63 kg: Laura Salles Lopez, Andorra 
-70 kg: Lynn Mossong, Lúxemborg
-78 kg: Anna Soffía Víkingsdóttir, Íslandi

Sund

Hrafnhildur Lúthersdóttir kom fyrst í mark í 400 metra fjórsundi kvenna í dag og stórbætti Íslandsmetið um 6,54 sekúndur. Hrafnhildur synti á 4:53,24 mín og bætti bæði Íslands- og mótsmet Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur sem var 4:54,57. Jóhanna Gerða varð önnur í sundinu í dag og bætti sinn árangur um rúma sekúndu, synti á 4:53,56. Julia Hassler frá Liechtenstein varð þriðja á 5:02,37 sek.

Julia tók sig hins vegar til og vann 800 metra skriðsund kvenna á 8:42,06. Þar með bætti hún mótsmetið, sem hún átti sjálf, um rúmar þrjár sekúndur. Inga Elín Cryer varð þriðja í sundinu á 9:03,66.

Sveit Íslands í 4x100 metra skriðsundi kvenna bætti Íslandsmetið um 12/1000 úr sekúndu og syntu á 3:47,27. Um leið bættu þær mótsmetið um 2,5 sekúndur.

Bryndís Rún Hansen fór mikinn á fyrsta spretti og synti hann á 55,98 sekúndum og varð þar með önnur íslenska konan sem syndir á undir 56 sekúndum. Aðrar í sveitinni voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir.

Í 400 metra fjórsundi karla sigraði Raphael Stracctiotti frá Lúxemborg á nýju mótsmeti, 4:24,02 og bætti mótsmet Antons Sveins McKee um rúmar þrjár sekúndur.

Síðasta mótsmet dagsins átti sveit Lúxemborgar í 4x100 metra skriðsundi karla. Sveitin synti á 3:24,18 mín en gamla metið var 3:24,75.

Keppni í sundi er þar með lokið og óhætt er að segja að íslenska liðinu hafi vegnað vel. Alls hafa unnist 10 gullverðlaun, 13 silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun, samtals 34 verðlaun.

Heildarúrslit dagsins má sjá hér.

Tennis

Úrslitaleikir fóru fram í tenniskeppni leikanna í dag. Úrslit urðu sem hér segir:
Í tvíliðaleik karla höfðu Guillaume Couillard og Thomas Oger frá Mónakó betur gegn Petros Chryoschos og Sergios Kyratzis frá Kýpur í oddalotu.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Elénora Molinaro Simon og Claudine Schaul frá Lúxemborg Elaine Genovese og Katrinu Sammut frá Möltu.

Í einliðaleik kvenna stóð Danka Kovinic frá Svartfjallalandi uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik við Kathinku von Deichmann frá Liechtenstein.

Í tvenndarleik hlutu Petros Chrysochos og Raluca Georigana Serban gullið en þau unnu Mike Scheidweiler og Claudine Schaul frá Lúxemborg.

Strandblak

Í strandblaki kvenna komst íslenska liðið á toppinn með 2-0 sigri á Lúxemborg. Mónakó, sem var ósigraði fyrir daginn og mætir Íslandi á morgun, tapaði fyrir Liechtenstein 0-2. Liðin eru jöfn í örðu sæti með sjö stig, einu frá því íslenska. Kýpur vann Möltu 2-0 í fyrsta leik dagsins.

Liechtenstein og Andorra tryggðu sér sæti í úrslitaleik standblakskeppni karla í dag. Andorra vann Lúxemborg 2-0 í undanúrslitum á meðan Kýpur vann Liechtenstein 2-0. San Marínó tryggði sér fimmta sætið með að vinna Mónakó 2-1.

Til baka