Lúxemborg með flest gull

05.06.2015 23:51

Íslendingar eru enn með flest unnin verðlaun á meðal smáþjóðanna níu, þ.e. 89 verðlaun. Lúxemborg hefur unnið samtals 62 verðlaun, en er hins vegar á toppi verðlaunatöflunnar vegna þess að þeir hafa unnið fleiri gullverðlaun. Lúxemborg er nú með 29 gullverðlaun, en Ísland 28. Kýpur er í þriðja sæti með samtals 41 verðlaun, þar af 17 gullverðlaun. 

Íslendingar hafa staðið sig rosalega vel það sem af er leikum. Í dag ráðast úrslitin um það hvaða land hreppir fyrsta sæti verðlaunatöflunnar.

Sögu leikanna og allra-tíma verðlaunataflan eru á heimasíðu leikanna

 
Til baka