Öðrum klaka úr lóninu bætt við

05.06.2015 17:23

Snemma í morgun kom vörubíll frá Eimskip með klaka úr Jökulsárlóninu. Klakinn var færður frá vörubílnum og á eldstæði Smáþjóðaleikanna. Nú eru þar tveir klakar.

Eldstæði Smáþjóðaleikanna hefur vakið mikla lukku og þátttakendur hafa verið duglegir við að taka af sér mynd fyrir framan eldstæðið. Það má segja að um vel heppnað listaverk sé að ræða, en þetta listaverk kemur beint úr náttúrunni og á vel við leikana.

Myndir með frétt

Til baka