San Marínó með sinn fyrsta sigur í Blaki kvenna
05.06.2015 15:10
San Marínó og Liechtenstein áttu fyrsta blakleik dagsins.
San Marínó byrjaði fyrstu hrinu betur, hélt forskoti út hrinuna og vann 25-20. Í annarri hrinu snérist dæmið við og Liechtenstein var yfir alla hrinuna og kláraði hana 25-20. Í þriðju hrinu má segja að lið Liechtenstein hafi ekki mætt til leiks og San Marínó vann hrinuna 25-11. Fjórða hrinan var jöfn framan af en undir lokin stakk lið San Marínó af og leit ekki um öxl og vann hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-1.
Lúxemborg og Mónakó hefja leik kl. 15:30.
Kvennalandslið Íslands mætir Lúxemborg í kvöld klukkan 18 og getur með sigri tryggt sér silfurverðlaun. Karlalandslið Íslands mæta San Marínó klukkan 20:30 og geta með sigri komist á verðlaunapall.