Andorra vann í strandblaki karla
06.06.2015 15:47
Úrslitaleikurinn í strandblaki karla á Smáþjóðaleikunum var gríðarlega spennandi.
Liecthenstein og Andorra áttust þar við og vann Andorra gullið með sigri í oddahrinu, 2-1. Liechtenstein vann fyrstu hrinuna 21-17, Andorra komu svo sterkir inn og unnu aðra hrinuna í upphækkun 22-20. Oddahrinan varð hinsvegar ekki eins spennandi, allur vindur virtist úr Liechtenstein og lauk hrinunni með 15-7 sigri Andorra.
Bæði lið sýndu gríðalega flotta takta í sandinum við frábærar aðstæður og var leikurinn flottur endir á annars stórskemmtilegri strandblakskeppni á Smáþjóðaleikunum.