Körfuknattleiksstrákarnir með silfur

06.06.2015 19:07

Síðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna lauk í dag með keppni í körfuknattleik karla, Ísland tók á móti Svartfjallalandi. Mikil spenna ríkti fyrir leiknum og höllin nánast full af áhorfendum. Lið Svartfjallalands var einfaldlega of sterkt fyrir Íslendingana. Leikurinn fór 102-84. Hlyn­ur Bær­ings­son, fyr­irliði ís­lenska landsliðsins í körfuknatt­leik, barðist vel í úr­slita­leikn­um gegn Svartfjallaland í dag, með 19 stig og 5 frá­köst.

Lúxemborg hreppti bronsverðlaun í karlaflokki eftir 93-79 sigur á Andorra.

Til baka