Síðasta keppnisdegi lokið

06.06.2015 19:48

Síðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna lauk í dag með keppni í körfuknattleik karla, Ísland tók á móti Svartfjallalandi. Mikil spenna ríkti fyrir leiknum og höllin byrjaði að fyllast af áhorfendum með leik kvennalandsliðsins gegn Lúxemborg, sem fram fór kl.13:30. Kvennalandsliðið tapaði gegn Lúxemborg 54-59. Karlalandsliðið fékk einnig silfur, en lið Svartfjallalands var einfaldlega of sterkt fyrir Íslendingana. Leikurinn fór 102-84.

Lúxemborg hreppti bronsverðlaun í karlaflokki eftir 93-79 sigur á Andorra.

Malta hreppti bronsverðlaun í kvennaflokki eftir 72-42 sigur á Mónakó.

 

Golf

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í einstaklingskeppninni:

Kristján Þór Einarsson, Ísland 278 högg (68-69-64-77) -6
Sandro Piaget, Mónakó 282 högg (73-71-66-72) -2
Haraldur Franklín Magnús, Ísland 284 högg (68-72-71-73) par
Andri Þór Björnsson, Ísland 286 högg (72-70-73-71) +2
Kevin Rigaill Esteve, Andorra 291 högg (71-72-72-76) +7
Andrew Borg, Malta 294 högg (74-70-75-75) +10
Daniel Holland, Malta 302 högg (72-70-80-80) +18

Lokastaðan í liðakeppninni:
Ísland, 554 högg -14
Malta, 585 högg +17
Mónakó, 597 högg +29
Andorra, 606 högg +38
San Marino, 608 högg +40
Lúxemborg, 621 högg +53
Liechtenstein, 649 högg +81

Íslenska karlalandsliðið leiddi liðakeppnina alla keppnisdagana. Fyrir lokahringinn var liðið með 22 högga forskot. Ísland lék samtals á 14 höggum undir pari vallar og var 31 höggum betri en Malta sem varð í öðru sæti. Mónakó endaði í þriðja sæti á +29 samtals.


Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki:

Guðrún Brá Björgvinsdóttr, Ísland 287 högg -1 (69-71-70-77)
Sophie Sandolo, Mónakó 292 högg +4 (73-73-70-76)
Karen Guðnadóttir, Ísland 302 höggg +14 (77-73-75-77)
Sunna Víðisdóttir, Ísland 303 högg +15 (74-78-76-75)
Maria Creus Ribas, Andorra 323 högg +35 (77-88-81-77)
Sophie Halshall, Mónakó 331 högg (80-85-86-80)
Christine Tinner Rampone, Liechtenstein 333 högg (88-83-79-83)

Íslenska kvennalandsliðið leiddi liðakeppnina alla keppnisdagana. Liðið lék samtals á +8 og sigraði með 33 högg mun, en Mónakó varð í öðru sæti á +41 samtals og Lúxemborg varð í þriðja sæti á +101 samtals.

 

Blak

Lúxemborg sigraði blakkeppni í karlaflokki í gær með því að leggja Mónakó 3-0. Íslenska karlalandsliðið tryggði sér silfurverðlaun með því að leggja San Marínó 3-1 í síðasta viðburði gærdagsins. 

Lið Svartfjallalands í kvennaflokki sigraði. San Marínó var í öðru sæti. Íslenska liðið lenti í þriðja sæti.

 


Borðtennis

Mónakó fagnaði í dag tvöföldum sigri í borðtennis þegar Damien Provost og Xiaoxian Yang unnu í einliðaleik.

Provost vann Irfan Cekic frá Svartfjallalandi í úrslitum 3:0 (11-8, 11-8, 11-5) en Yang lagði Söruh De Nutte frá Lúxemborg einnig 3:0 (11-7, 11-5, 14-12).



Júdó

Lúxemborg vann bæði karla- og kvennaflokk í júdó. 
Íslensku sveitirnar hlutu báðar verðlaun í júdókeppninni í dag. 

Lúxemborg vann Mónakó 2-1 í karlaflokki.

Íslendingar sigruðu Möltu í karlaflokki í glímu um bronsverðlaun, 2-1.


Íslensku stúlkurnar töpuðu á móti Lúxemborg 3-0 í úrslitunum og hlutu því silfurverðlaun.





Tennis

Úrslitaleikur í einliðaleik karla í tennis fór fram í dag.
 Laurent Recourdec frá Andorra sigraði Ugo Nastasi frá Lúxemborg  6-7(4), 6-3, 6-4.

Önnur úrslit fóru fram í gær. Úrslit urðu sem hér segir:

Í tvíliðaleik karla höfðu Guillaume Couillard og Thomas Oger frá Mónakó betur gegn Petros Chryoschos og Sergios Kyratzis frá Kýpur í oddalotu.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Elénora Molinaro Simon og Claudine Schaul frá Lúxemborg Elaine Genovese og Katrinu Sammut frá Möltu.

Í einliðaleik kvenna stóð Danka Kovinic frá Svartfjallalandi uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik við Kathinku von Deichmann frá Liechtenstein.

Í tvenndarleik hlutu Petros Chrysochos og Raluca Georigana Serban gullið en þau unnu Mike Scheidweiler og Claudine Schaul frá Lúxemborg.



Strandblak

Íslenska kvennaliðið sigraði Mónakó 2-0 og tryggði sér því gullverðlaun.

Frjálsar

Nánari úrslit í frjálsum má sjá í frétt á heimasíðu. 

 

Myndir með frétt

Til baka