Síðasti keppnisdagur Smáþjóðaleika 2015
Í dag verður keppt í átta íþróttagreinum á Smáþjóðaleikunum. Keppni í fimleikum, skotíþróttum og sundi er lokið.
Golfkeppni hefst kl. 9:00. og stendur yfir til kl. 15:00. Íslenskir kylfingar hafa leitt keppnina alla keppnisdagana, í bæði einstaklings- og liðakeppnum.
Keppni í borðtennis er frá kl. 10:00-11:00 og 12:00-13:00.
Keppni í tennis er frá kl.10:00-13:00.
Strandblakskeppni hefst kl. 10:00 þegar keppt er um bronsverðlaun í karlaflokki. Úrslit í strandblaki hefjast kl.14:00. Íslensku stelpurnar keppa um gullverðlaun kl.13:00.
Júdókeppni hefst kl. 12:00 og lýkur kl.17:00.
Keppni í blaki heldur áfram frá kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 16:30.
Keppni í körfuknattleik hefst kl.13:30 með leik íslenska kvennalandsliðsins á móti Lúxemborg. Karlalandsliðið keppir á móti Svartfjallalandi kl.16:00.
Frjálsíþróttakeppni hefst kl.14:00 og stendur til kl.17:30.
Við óskum öllum keppendum góðs gengis í dag.