Yang og Provost unnu einliðaleikinn

06.06.2015 17:40

Mónakó fagnaði í dag tvöföldum sigri í borðtennis þegar Damien Provost og Xiaoxian Yang unnu í einliðaleik.

Provost vann Irfan Cekic frá Svartfjallalandi í úrslitum 3:0 (11-8, 11-8, 11-5) en Yang lagði Söruh De Nutte frá Lúxemborg einnig 3:0 (11-7, 11-5, 14-12).

Þær skiptust þar með á hlutverkum því þær mættust einnig í úrslitum í tvíliðaleik en þar var það Sarah sem hafði betur.

Irfan hafði áður fagnað gulli í tvíliðaleik en bætti nú silfurverðlaunum í safnið.

Undanúrslitin voru leikin fyrir hádegið. 

Provost vann þar Svartfellinginn Luka Bakic 3:0 (11-7, 11-8, 11-7) á meðan Cekic vann Marios Yiangou frá Kýpur 3:1 (4-11, 11-6, 11-5, 11-3)

Í undanúrslitum hjá konunum vann Yang Viktoriu Lucenkovu frá Möltu 3:0 (11-5, 11-4, 11-8) á meðan De Nutte vann Egle Tamasauskaite frá Lúxemborg 3:0 (11-8, 11-4, 11-3).

Til baka