Skotíþróttakeppni hefst kl.9

02.06.2015 08:30

Keppni í íþróttagreinum á Smáþjóðaleikum hefst í dag. Skotíþróttakeppnin hefst kl.9 í loftriffli karla og stendur til kl.13. Keppni í loftriffli kvenna hefst kl.13 og lýkur kl.16.

Ítalinn Petra Zublasing, skotmaður ársins í kvennaflokki og ríkjandi heimsmeistari í loftriffli kvenna, verður aðalkynnir skotíþróttarinnar á Smáþjóðaleikunum.

Íslenskt skotíþróttafólk hefur margt hvert tekið þátt í fyrri Smáþjóðaleikum, staðið sig vel og komið heim með verðlaun. Áhugavert verður að fylgjast með gengi þeirra næstu daga. Má þar meðal annars nefna skotíþróttamanninn Jón Þór Sigurðsson, sem setti glæsileg nýtt Íslandsmet á síðasta Íslandsmeistaramóti í 60 skota liggjandi riffli og Guðmund Helga Christensen, sem keppir í sömu grein. Íslandsmethafinn í loftriffli kvenna, Íris Eva Einarsdóttir, mun eflaust velgja keppinautum sínum undir uggum og einnig eru bundnar vonir við Jórunni Harðardóttur, sem keppir í loftriffli og loftskammbyssu.

Thomas Viderö frá Danmörku er meðal keppenda í loftskammbyssu karla en hann sigraði í þeirri grein á síðustu Smáþjóðaleikum.

Myndir með frétt

Til baka