Samráðsfundur vegna Smáþjóðaleika

14.05.2015 13:56

Í gær fór fram samráðsfundur vegna Smáþjóðaleika. Á fundinn voru boðaðir formenn sérsambanda þeirra greina sem keppt verður í á leikunum, forráðamenn þeirra mannvirkja sem notuð verða á leikunum, starfsfólk ÍSÍ og Smáþjóðaleika, ásamt skipulagsnefndum þeirra greina sem keppt verður í, skipulagsnefnd Smáþjóðaleika og framkvæmdastjórn ÍSÍ. Fjölmargir mættu og áttu góða stund saman. Fundurinn fór fram á Café Easy í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var boðið upp á flottar veitingar.

Fundurinn var á léttu nótunum, en farið var yfir stöðu undirbúnings Smáþjóðaleika og ýmis atriði er snúa að framkvæmd leikanna. Lárus L. Blöndal ávarpaði hópinn og afhjúpaði verðlaunapeninga leikanna. Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður skipulagsnefndar leikanna sagði nokkur orð ásamt því að Ari Eldjárn uppistandari tróð upp. Blossi var á svæðinu og tók þátt í að hrista þennan lykilhóp undirbúningsaðila leikanna saman. 

Meðfylgjandi myndir eru frá samráðsfundinum.

Myndir með frétt

Til baka