Íslensku körfuknattleiksstelpurnar með silfurverðlaun

06.06.2015 15:42

Ísland varð að sætta sig við annað sætið á Smáþjóðaleikunum eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn sterku liðið Lúxemborgar 54 – 59.
Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með sex stigum í hálfleik.
Í þriðja leikhluta var Lúxemborg með öll völd á vellinum og fóru inn í fjórða og síðasta leikhlutann með sex stiga forskot 43 – 49.
Lúxemborg hélt áfram að bæta á forskot sitt í byrjun fjórða leikhluta en íslensku stelpurnar náðu að koma til baka um miðjan leikhlutann og minnka muninn niður í fjögur stig 54 – 59. Nær komust þær ekki og urðu því að sætta sig við silfrið eftir æsispennandi lokamínútur.

Helena Sverrisdóttir var stigahæsti leikmaður Smáþjóðaleikanna með 16 stig að meðaltali í leik, næst á eftir henni í íslenska liðinu og í sjötta sæti listans var Hildur Björg Kjartansdóttir með 10,67 stig að meðaltali í leik. Helena var svo önnur á blaði yfir framlagshæstu leikmenn mótsins með 22,33 framlagsstig að meðaltali í leik en þar var efst hin hávaxna Lisa Jablonowski frá Lúxemborg með 22,67 framlagsstig í leik.


Til baka