Advania sér um upplýsingatæknina á Smáþjóðaleikunum

30.05.2015 09:08

Advania er einn af Gullsamstarfsaðilum Smáþjóðaleikanna 2015.

Framlag Advania felst í að sjá starfsfólki, keppendum og sjálfboðaliðum Smáþjóðaleikanna fyrir tölvubúnaði frá Dell og Xerox. Upplýsingatæknin gegnir lykilhlutverki í þessum atburði enda er margs að gæta hjá þeim sem starfa við leikana.

Elísabet Sveinsdóttir markaðsstjóri Advania afhenti Óskari Erni Guðbrandssyni, verkefnastjóra Smáþjóðaleika 2015, Hrönn Guðmundsdóttur, verkefnastjóra hjá ÍSÍ, og sjálfboðaliðanum Baldri tölvubúnaðinn á dögunum. 

 

Myndir með frétt

Til baka