Erfiðir leikir í fyrstu umferð einliðaleiks í borðtennis

05.06.2015 13:42
Í einliðaleik kvenna dróst Guðrún G. Björnsdóttir í D riðil með Sonju Jankovic frá Svartfjallalandi og Letizia Giardi frá San Marínó. Fyrsti leikurinn var við Jankovic og var greinilegt að Guðrún ætlaði sér að vinna. Allt voru þetta tæpar lotur en enduðu þó með 3-0 tapi Guðrúnar.

Kolfinna Bjarnardóttir lenti í A riðli með Xiaoxin Yang frá Mónakó og Jessicu Pace  frá Möltu. Leikurinn við Yang reyndist Kolfinnu erfiður og endaði með 3-0 sigri Yang. 

Í einliðaleik karla var Magnús K. Magnússon í B riðli með Irfan Cekic frá Svartfjallalandi og Damien Provost frá Mónakó. Fyrsti leikur var við sigurvegara síðustu Smáþjóðleika Cekic og barðist Magnús fyrir hverju stigi og gaf ekkert eftir. Þrátt fyrir harða baráttu var Cekic erfiður og vann hann leikinn 3-0.
 
Davíð Jónsson dróst í A riðil með Marios Yiangou frá Kýpur og Anthony Peretty frá Mónakó. Fyrsti leikur var við Yiangou, sem er stigahæsti leikmaðurinn á mótinu og átti Davíð hörku leik. Leikurinn endaði með 3-0 tapi Davíðs.
 
Næsti leikur hjá strákunum er klukkan 15:00 og stelpunum klukkan 16:00.
 
Til baka