Óskar Örn er verkefnastjóri Smáþjóðaleikanna 2015

12.08.2014 09:00

 

Óskar Örn Guðbrandsson


Fæðingardagur: 29/01/1973      Starf: Verkefnastjóri Smáþjóðaleika 2015 og verkefnastjóri tölvumála/Felix

Hlutverk fyrir GSSE: Verkefnastjóri Smáþjóðaleika 2015

Íþróttaferillinn minn

Ég æfði sund í tólf ár með Sundfélagi Akraness. Var fyrst valinn í unglingalandslið í sundi 15 ára (1988) og tók þátt í ýmsum verkefnum landsliða þar til ég hætti að æfa 1996/1997. Keppti m.a. á þrennum Smáþjóðaleikum (1991, 1993, 1995). Stundaði einnig golf sem unglingur en það þurfti að víkja fyrir sundæfingunum.

Áhugamál:

Fjölskyldan fær allan minn tíma utan vinnutíma. Smátt og smátt eru áhugamál barnanna að taka við þar sem mikill tími fer í að fylgja þeim í keppnir og á æfingar. Annars er stefnan tekin á að bæta golfinu á verkefnalistann en það verður að bíða betri tíma.

Uppáhaldsíþróttaminningin mín:

Þátttaka í Smáþjóðaleikum hefur verið mér ótrúlega dýrmæt reynsla, en ætli það standi samt ekki upp úr þegar ég setti mitt fyrsta Íslandsmet í drengjaflokki á móti í gömlu sundhöllinni í Hafnarfirði 31. desember 1987, á síðasta degi í þeim flokki.

Uppáhaldsíþróttaminningin:

Þrír bikarmeistaratitlar Sundfélags Akraness á árunum 1989 til 1991 eru alltaf ofarlega í huga mér. Það voru forréttindi að vera hluti af því liði sem samanstóð af stórkostlega hæfileikaríku og skemmtilegu fólki. Á árunum þar á eftir varð til eitt besta knattspyrnulið sögunnar á Íslandi þar sem Skagamenn unnu titla á hverju ári til 1995. Þetta voru sannkölluð gullár á Akranesi.Til baka