Körfubolti: Ísland snéri leiknum sér í vil

02.06.2015 21:51
Ísland snéri leiknum sér í vil með glæsilegum endaspretti í lok fyrri hálfleiks. Eftir að staðan var 24-33 skoraði íslenska liðið ellefu stig í röð og var yfir 35-33. Möltustelpur jöfnuðu hins vegar rétt áður en flautað var til leikhlés.

Íslenska herti hins vegar tökin og var fljótt komið í 49-41. Um miðjan fjórða leikhluta dró saman með liðunum þegar staðan var 72-67 en íslenska liðið sýndi þá klærnar á ný og vann öruggan sigur.

Helena Sverrisdóttir átti góðan dag í íslenska liðinu og skoraði 22 stig.

Körfuknattleikskeppnin hófst um miðjan dag þegar Lúxemborg vann Mónakó. Lúxemborg tók forskotið strax og vann öruggan sigur 88-55. 

Marine Peglion var stigahæst í liði Mónakó með 20 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar en Cathy Schmit átti góðan leik í liði Lúxemborgar með 13 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar.

Í fyrsta karlaleik keppninnar hafði Svartfjallaland getur gegn Lúxemborg 58-85. Þrátt fyrir að tölurnar bendi til öruggs sigurs byggja þær á frábærri vörn í fjórða leikhluta þar sem Lúxemborgarar skoruðu aðeins sjö stig.

Svartfellingar hafa á að skipa sterku liði og notuðu leikmannahópinn vel í dag. Nemanja Vranjes var þeirra stigahæstur með 19 stig en Tom Schumacher skoraði fimmtán fyrir Lúxemborg.
Til baka