Andri er í undirbúningsnefnd Smáþjóðaleikanna 2015

27.11.2014 09:09

Andri Stefánsson

 

Fæðingardagur: 20/10/1972      Starf: Sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ

Hlutverk fyrir GSSE: Í undirbúningsnefnd leikanna ásamt því að hafa umsjón með þjónustuþáttum leikanna

 


Íþróttaferillinn minn:

Lék knattspyrnu og badminton hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi í öllum flokkum auk þess að æfa handknattleik í nokkur ár. Bjó um tíma í Danmörku og æfði og þjálfaði badminton þar. Hef verið í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar síðustu árin. Keppti fyrir Íslands hönd í badminton á tveimur Eyjaleikum auk þess að keppa með unglingalandsliðum.

Áhugamál:

Fjölskyldan, heimilið og íþróttir almennt. Sérstaklega er það badminton, knattspyrna, golf, og skíði sem fær sinn skerf hvað varðar ástundun.

Uppáhalds íþróttaminningin mín:

Engin ein minning sem stendur upp úr. Það að hafa fengið tækifæri á að upplifa svo margt í gegnum íþróttirnar, saman með sínum bestu vinum, bæði innan vallar sem utan, er það sem er í uppáhaldi hjá mér.

Uppáhalds íþróttaminningin:

Án efa er ein stærsta minningin þegar Ísland vann silfur í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í því ferli, allt frá upphafi leika til heimkomu.
Til baka