Keppni í tennis hafin

02.06.2015 10:00

Klukkan 10 í morgun hófst keppni í tennis á Smáþjóðaleikunum. Keppt verður bæði í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna í Tennishöllinni Kópavogi í dag. Keppni í einliðaleik karla og kvenna stendur til klukkan 13:00 og klukkan 14:30 hefst keppni í tvíliðaleik karla og kvenna.

Leikir Íslendinga eru á þá leið að Birkir Gunnarsson keppir fyrsta leik fyrir Ísland á móti Bradley Callus frá Möltu kl.10. Rafn Kumar Bonifacius spilar kl.11 á móti Laurent Recouderc frá Andorru. Íslensku stúlkurnar keppa báðar í einliðaleik kl.12. Anna Soffia Grönholm spilar við Katrina Sammut frá Möltu og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir spilar við Judit Cartana Alana frá Andorra.

Eftir hádegi er keppt í tvíliðaleik karla og kvenna. Klukkan 13:30 keppa Birkir og Rafn Kumar  á móti Poux Gautier og Laurent Recouderc frá Andorra í tvíliðaleik karla. Í tvíliðaleik kvenna keppa Anna Soffía og Hjördís Rósa á móti Elaine Genovese og Katrina Sammut fra Möltu klukkan 14:30.

Mótaskrár tenniskeppninnar er að finna á www.tennissamband.is.

Til baka