Spennandi keppni í strandblaki að hefjast

02.06.2015 11:43
Keppni í strandblaki hefst núna klukkan 12 á nýjum strandblaksvelli við Laugardalslaug sem gerður var sérstaklega fyrir Smáþjóðaleikana 2015. 
Þetta er í sjötta sinn sem strandblak er keppnisíþrótt á Smáþjóðaleikum. Ísland sendi karlalið til Andorra 2005, þá  Brynjar J. Pétursson og Einar Sigurðsson sem keppir einnig núna 2015. Ísland sendi fyrst kvennalið til Mónakó 2007, þær Heiðbjörtu Gylfadóttur og Þóreyju Haraldsdóttur. 
 
Andorra hefur unnið flest verðlaun frá upphafi í karlaflokki samtals fimm (eitt gull og fjögur brons). Lúxemborg hefur unnið til flestra verðlauna frá upphafi í kvennaflokki eða samtals fimm (eitt gull, tvö silfur, tvö brons). Ísland hefur einu sinni unnið til verðlauna, í Mónakó 2007 brons í kvennaflokki.
Liechtenstein hefur unnið flest gull i karlaflokki árin 2005 og 2013. Sigurvegararnir frá 2013 eru mættir hingað til lands til að reyna að endurtaka leikinn. Flest gull í kvennaflokki á Kýpur árin 2009, 2011 og 2013. 
 
Til baka