Tvenn verðlaun til Mónakó í borðtennis

03.06.2015 22:08

Í undanúrslitum í liðakeppni karla keppti San Marínó við Mónakó og Lúxemborg við Svartfjallaland.

Lúxemborg sem vann liðakeppni karla á smáþjóðleikunum í Lúxemborg 2013 mætti liði Svartfjallalands. Í fyrsta leik léku Gilles Michely gegn Luka Bakic og vann Michely 3-0. Í öðrum leik kepptust Train Ciociu, sem vann einliðaleik karla á Smáþjóðleikunum 2011, og Irfan Cekic, en hann vann einliðaleik karla á Smáþjóðleikunum 2013. Þeir spiluðu báðir úrlistaleikina 2011 og 2013. Chekic sigraði Ciouciu 3-1 líkt og í Lúxemborg fyrir tveimur árum.

Svartfjallaland vann því næst tvíliðaleikinn og því komið 2-1 yfir. Michely keppti þá við Cekic í hörku spennandi leik sem Cekic vann 11-9 í oddaleik, þetta voru nokkuð óvænt úrslit en það er orðið nokkuð margir leikar síðan Lúxemborg lék ekki til úrslita í liðakeppni karla.

Í hinum undanúrslitaleiknum áttust við Mónakó og San Marínó. Mónakó sigraði San Marínó auðveldlega 3-0.

Í undanúrslitum í liðakeppni kvenna keppti Svartfjallaland við Mónakó og Lúxemborg við Möltu.

Lúxemborg keppti við Möltu en sá leikur var einnig úrslitaleikurinn á Smáþjóðleikunum 2013. Malta átti því harma að hefna. Sterkt lið Lúxemborgar, með Ni Xia Lian, sem er númer 69 í heiminum var of stór biti að þessu sinni fyrir Möltu og vann leikinn 3-1.

Í hinum undanúrslitaleiknum kepptu Svartfjallaland við Mónakó. Mónakó, leidd af Xioxin Yang sem er númer 44 í heiminum, vann þrátt fyrir góða baráttu Svartfellinga 3-1.

Í úrslitaleikjunum mættust Svartfjallaland og Mónakó hjá körlum, en hjá konum mættust Mónakó og Lúxemborg.

Lúxemborg vann Mónakó 3-2. 

Það var spennandi að sjá Lúxemborg keppa við Mónakó þar sem bæði lið hafa keppanda á top 100 í heiminum og topp 20 í Evrópu. Lúxemborg ákvað að byrja á sínum sterkasta leikmanni í fysta leik, Xia Lian Ni, en hún er númer 68 í heiminum, og keppti við Ulrika Quist, leikurinn fór 3-0 fyrir Ni. Þá var komið að Mónakó að tefla fram sínum sterkasta leikmanni, Xiaoxin Yang en hún er númer 44 í heiminum, hún keppti við Sarah De Nutte, leikurinn endaði 3-1 fyrir Yang. Í tvíliðaleiknum voru Lúxemborg stelpurnar sterkari aðilinn og þær unnu örugglega 3-0. Þá var komið að leiknum sem margir höfðu beðið eftir, Ni á móti Yang. Yang átti rosalega góðan leik og sigraði Ni örugglega 3-0. Oddaleikurinn var æsispennandi eins og við mátti búast þegar titill er í húfi. En De Nutte kom, sá og sigraði Quist örugglega 3-0 og Lúxemborg varð sigurvegari í liðakeppni kvenna og varði titilinn frá því á síðustu Smáþjóðleikum.

Mónakó vann Svartfjallaland 3-1.

Það var augljóst að Irfan Ceric frá Svartfjallalandi ætlaði sér að vinna fyrsta leikinn og sigraði hann Anthony Peretti frá Mónakó 3-0. Luka Bakic átti næsta leik við Damien Provost og byrjaði Bakic betur og vann fyrstu tvær loturnar. Baráttan hjá Provost skilaði honum aftur inn í leikinn og eftir hörkuspennandi lotur vann Provost leikinn 2-3. Í tvíliðaleiknum nýttu Mónakómenn sér það að hafa unnið leikinn á undan en Svartfellingar gáfu ekkert eftir. Leikurinn var spennandi og hefði getað endað á hvern veginn sem er, en Mónakó vann leikinn 3-1. Cerkic átti harma að hefna en Provost var í banastuð og átti góðan leik og tryggði Mónakó leikinn 3-1. Mónakó vann þar með liðakeppni karla.

 

Leikir morgundagsins í borðtennis eru:
Tvíliðaleikur karla og kvenna.
Konur eiga leiki klukkan 10:00 og 14:30.
Karlar eiga leiki klukkan 10:30 og 15:00

Undanúrslit hefjast klukkan 17:00 og 17:30
Úrslit hefjast klukkan 19:00 og 19:30.

Til baka