Íslendingar á toppi verðlaunatöflunnar á ný

06.06.2015 20:00

Íslendingar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir keppni á Smáþjóðaleikunum 2015.

Ísland tryggði sér 115 verðlaun, þar af 38 gull, 46 silfur og 31 brons.

Lúxemborg tryggði sér 80 verðlaun, þar af 34 gull, 22 silfur og 24 brons.

Kýpur er í þriðja sæti með 52 verðlaun, þar af 20 gull, 16 silfur og 16 brons. 

Íslendingar voru sigursælir á heimavelli og settu mörg Íslandsmet og mótsmet.

Sögu leikanna og allra-tíma verðlaunataflan eru á heimasíðu leikanna

 
Til baka