Keppni í áhaldafimleikum

02.06.2015 15:18

Keppni í áhaldafimleikum hefst í dag kl:16. Fer hún fram í Íþróttamiðstöð Ármanns / Laugabóli sem staðsett er í Laugardalnum.

Íslenska liðinu gekk vel á síðustu Smáþjóðaleikum, árið 2013. Þá vann hópurinn til fimm gullverðlauna og átta bronsverðlauna, sem er með betri árangri sem náðst hefur hjá íslensku fimleikafólki á alþjóðlegu móti.

Á meðal í slenskra keppenda í dag er Dominiqua Alma Belany en hún vann til gullverðlauna á síðustu leikum og freistar hún þess að verja titilinn.


Til baka