Ísland endaði með bronsverðlaunin

06.06.2015 16:59
Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í þriðja sæti í blakkeppni Smáþjóðaleikanna eftir 3:0 sigur San Marínó á Lúxemborg í síðasta leik leikanna. Svartfjallaland hafði fáheyrða yfirburði í keppninni.

San Marínó hafði got vald á Lúxemborg í síðasta leik keppninnar og vann 25-16, 25-17 og 25-22. Lúxemborgarliðið náði sér aldrei á strik og varð af verðlaunum með ósigrinum.

Íslenska liðið fylgdist náðið með leiknum enda hefði það náð silfurverðlaununum eftir stigaútreikning hefði Lúxemborg lánast að vinna hrinu. Það gekk ekki eftir.

Svartfjallaland vann Liechtenstein 3:0 (25-11, 25-17 og 25-22) fyrr í dag og innsiglaði þar með algjöra yfirburði sína í keppninni þar sem liðið tapaði ekki hrinu.
Til baka