Strandblak: Andorra vann Kýpur í hörkuleik

04.06.2015 13:50

Andorra vann Kýpur 2-0 í öðrum leik dagsins á strandblaksvellinum. Rigning hefur haft nokkur áhrif á keppnina. Andorra vann hrinurnar 21-14 og 21-18. Jafnræði var framan af í seinni hrinunni en Andorra seig fram úr í lokin enda með dyggan hóp stuðningsmanna í stúkunni.

Í fyrri leik dagsins vann Liechtenstein Lúxemborg 2-0; 21-11 og 21-14.

Til baka