Ís úr Jökulsárlóni hluti af eldstæði Smáþjóðaleika 2015

01.06.2015 20:30

Það var tilkomumikil sjón þegar ísnum úr Jökulsárlóni, sem er hluti af eldstæði Smáþjóðaleikanna, var komið fyrir við hlið hraunsins sem flutt var frá Reykjanesi. Eldstæðið stendur við hlið Laugardalshallar. Listaverkið táknar einkunnarorð leikanna, sem er "Náttúrulegur kraftur" og hefur tenginguna við íslenska náttúru. Ragnheiður Runólfsdóttir, afrekskona í sundi og margfaldur verðlaunahafi á Smáþjóðaleikum, snéri lykli sem tendraði eldinn nú rétt í þessu á Setningarhátíðinni. Kveikt verður á eldstæðinu út leikana, en öryggisvörður mun sjá um gæslu á svæðinu allan sólarhringinn.

Myndir með frétt

Til baka