Ísland burstaði Andorra

03.06.2015 22:47
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefði ekki getað óskað sér betri byrjunar á Smáþjóðaleikunum en það fékk þegar það lagði Andorra 83-61 í dag. Ísland náði forystunni strax og var 28-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var forskotið 47-33. Sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, munurinn varð minnstur níu stig og forystu Íslands því aldrei ógnað. Í lok þriðja leikhluta var staðan 67-48 og íslenska liðið innbyrti loks þægilegan átján stiga sigur.

Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig en vert er að minnast á framlag Ægis Þórs Steinarssonar sem skoraði sjö stig, gaf átta stoðsendingar og hirti fjögur fráköst. Hjá Andorra var Cinto Gabriel Morilla stigahæstur með tólf stig.

Strákarnir spila gegn Lúxemborg klukkan 19:30 annað kvöld en stelpurnar eru í leiknum á undan, gegn Svartfjallalandi klukkan 17:00.
Til baka