Keppnisdegi tvö lokið

03.06.2015 23:32

Í dag var gott veður og stemmningin í Laugardalnum góð. Íslendingar eru enn efstir á verðlaunatöflunni, Lúxemborg í öðru sæti og Kýpur í því þriðja.

Hér á eftir koma helstu úrslit dagsins í þeim níu greinum sem keppt var í í dag.

Loftskammbyssa:

Í loftskammbyssu karla stóð Monacobúinn, Boris Jeremenko uppi sem sigurvegari. Jeremenko tókst að komast upp fyrir Ívar Ragnarsson á síðustu skotunum en Ívar hafði verið í forystu megnið af lokakeppninni. Jeremenko skoraði 193,6 stig í lokakeppninni en Ívar 190,7. Ívar hreppti því annað sætið í greininni en Thomas Viderö varð í þriðja sæti með 171,7 stig

Í loftskammbyssu kvenna var það Silvie Schmit frá Lúxemborg sem hampaði 1. sæti með 191,8 stig, Jórunn Harðardóttir frá Íslandi lenti í 2. sæti með 188,5 stig og Carine Canestrelli frá Svartfjallalandi varð í 3.sæti með 168,7 stig.

Strandblak:

Í A-riðli karla í strandblaki sigraði Lúxemborg Mónakó 2:0. Í B-riðli karla sigraði Andorra San Marínó 2:0 og Kýpur sigraði Ísland 2:0.

Í kvennariðli sigraði Liechtenstein Möltu 2:0, Ísland sigraði Kýpur 2:0 og leik Lúxemborg og Svartfjallalands lyktaði 0:2.

 

Blak:

San Marínó sigraði lið Mónakó í æsispennandi leik í karlaflokki 3-1

Svartfjallaland sigraði lið Lúxemborgar í kvennaflokki 0:3 og var það öruggur sigur Svartfellinga.

Ísland vann San Marínó 1:3 í kvennaflokki.

Ísland tapaði á móti Lúxemborg í karlaflokki 3-2.

 

Golf:

Karlalandslið Íslands er efst í liðakeppninni eftir fyrsta hring. Karlaliðið er á samtals 136 höggum eða -6 og er einnig með 10 högga forskot en Malta er í öðru sæti og Andorra í því þriðja. Íslensku kylfingarnir, þeir Kristján Þór Einarsson og Haraldur Franklín Magnús, eru efstir í einstaklingskeppninni, en þeir fóru báðir hringinn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Kevin Esteve Rigaill frá Andorra er í þriðja sæti á 71 höggi. Andri Þór Björnsson er fjórði á 72 höggum eða einu höggi yfir pari.

Kvennalið Íslands er einnig efst í liðakeppninni eftir fyrsta hring. Kvennaliðið er á samtals 143 höggum eða -1 og er með 10 högga forskot á Mónakó. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í einstaklingskeppni, en hún fór hringinn á 69 höggum eða þremur undir pari. Í öðru sæti er Sophie Santolo frá Mónakó, á 73 höggum, eða einu yfir pari. Sunna Víðisdóttir er þriðja á 74 höggum og Karen Guðnadóttir er í fjórða til fimmta sæti ásamt Maria Creus Ribas frá Andorra á 77 höggum. 

 

Körfuknattleikur:

Lúxemborg sigraði Möltu örugglega í kvennaflokki og var Cathy Schmit stigahæst í liði Lúxemborg með 19 stig. Hjá Möltu skoruðu þær Ashley Vella og Nicola Hendreck sjö stig hvor auk þess sem Vella hirti sjö fráköst.

Leikur Íslands og Andorra í karlaflokki fór 83-61 Íslandi í vil. Ísland var með yfirhöndina allan leikinn, Logi Gunnarsson skoraði 16 stig, Cinto Gabriel Morilla hjá Möltu var stigahæstur með 12 stig

 

Fimleikar:

Í kvennakeppninni er Norma Dögg Róbertsdóttir komin með eitt gull í stökki og Dominiqua vann á tvíslá. Sigríður Bergþórsdóttir varð í öðru sæti í stökki en Tinna Óðinsdóttir sem einnig keppti í úrslitum á tvíslá féll í æfingum sínum og náði ekki verðlaunasæti.

Í karlaflokki lenti Valgarð Reinhadsson í öðru sæti á gólfi og var hársbreidd frá verðlaunum á bogahesti.

Ólafur Gunnarsson og Bjarki Ásgeirsson kepptu fyrir Íslands hönd á hringjum og höfnuðu þeir í 4. og 5. sæti, Ólafur einungis 0,100 stigum frá þriðja sætinu.

Í gólfæfingum fengu Íslendingar gull og silfur en Thelma Hermannsdóttir sigraði með 13,300 og Sigríður Bergþórsdóttir með 12,900 í öðru sæti þriðja varð Claire Azzopardi frá Möltu með 11,800
Íslenska liðið er efst í liðakeppninni með 149,050 og Malta þar á eftir með 137,550.

Á tvíslá sigraði Marios Georgiou frá Kýpur með 14,200, Valgarð Reinharðsson og Sascha Palgen frá Lúxemborg urðu jafnir í öðru sæti 13,400, Ólafur Gunnarsson varð sjötti með 12,850.
Íslenska liðið er í öðru sæti á eftir Kýpur, en Kýpur er með 247,150 og Ísland með 232,100.

 

Borðtennis:

Úrslit dagsins í borðtennis eru á þann veg að í kvennaflokki sigraði Lúxemborg Möltu 3-1, Mónakó sigraði Svartfjallaland 3-1 og Lúxemborg sigraði Mónakó 3-2.

Lúxemborg eru því sigurvegarar í liðakeppni í kvennaflokki.

Í karlaflokki sigraði lið Svartfellinga Lúxemborg 3-1, lið Mónakó sigraði San Marínó 3-0 og lið Mónakó sigraði Svartfellinga 1-3.

Mónakó eru því sigurvegarar í liðakeppni í karlaflokki.

 

Tennis:

Í tennis voru úrslit eftirfarandi:

Í einliðaleik kvenna:
Raluca Georgiana Serban, Kýpur – Lena Dimmer, Luxemburg, 6-0 6-0
Elaine Genovese, Malta – Eléonora Molinaro Simon, Luxemborg 5-7 7-6(4) 6-2
Kathinka Von Deichmann, Licthenstein – Hjördís Rósa Guðmunsdóttir, Íslandi 6-0 6-2
Danka Kovinic, Svartfjallaland – Katrina Sammut, Malta 6-2 6-2

Í einliðaleik karla:
Benjamin Balleret, Monakó– Pietro Grassi, San Marino 6-1 6-3
Sergios Kyratzis, Kýpur – Birkir Gunnarsson, Ísland 6-4 6-4

Í tvenndarleik:
Vital Leuch og Kathinka Von Deichmann, Licthenstein – Joan Bautista Poux Gautier og Judit Cartana Alana, Andorra leikur gefinn
Mike Scheidwieler og Claudine Schaul, Luxemborg – Birkir Gunnarsson og Hera Björk Brynjarsdóttir, Ísland 6-2 6-1
Petros Chrysochos og Raluca Georgiana Serban, Kýpur – Elaine Genovese og Katrina Sammut, Malta 6-0 6-3

Sund:

Alls hefur íslenskt sundfólk unnið til 21 verðlauna að loknum tveim keppnisdögum af fjórum. Það eru 7 gull, 8 silfur og 6 brons.

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti sitt eigið Íslandsmet í 200m bringusundi um 1,72sek. Metið er nú 2:25,39sek. Gamla metið var 2:27,11mín. sem hún setti í mars 2012. Náði Hrafnhildur öðru Ólympíulágmarki sem er frábær árangur. Hrafnhildur synti sig upp í 16. sæti heimslistans í 200m. bringusundi með tíma sínum 2:25,39 mín.

Í skriðsundi kvenna varð sveit Íslands í 1. sæti í 4x200m. á 8:20,96mín., sem er Landssveitarmet, nýtt mótsmet og bæting á gamla metinu frá síðustu Smáþjóðaleikum um 4,28sek.

Sveitina skipuðu:
Bryndís Rún Hansen 2:03,84mín.
Inga Elín Cryer 2:06,43mín.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 2:06,32mín.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir 2:04,41mín.


Sveit Íslands varð í 2. sæti í 4x200m skriðsundi karla á 7:41,54 mín., aðeins 0,42sek frá Landssveitarmetinu sem er frá Smáþjóðaleikum 2007.

Sveitina skipuðu:
Kristófer Sigurðsson 1:56,02mín.
Daníel Hannes Pálsson 1:55,34mín.
Kristinn Þórarinsson 1:55,23mín.
Anton Sveinn Mckee 1:54,95mín.

100m. flugsund kvenna:
1. sæti Jóhanna Gerða Gústafsdóttir - 1:00,91mín. - Bæting 2,01sek. frá síðustu Smáþjóðaleikum.
2 . sæti Bryndís Rún Hansen - 1:01,10min. Bæting um 1,03sek. síðan á ÍM 50 í apríl.

Eftirtaldir sundmenn synda í undanrásum sem hefjast kl. 10:00 í fyrramálið 4. júní. og lýkur um 10:30. Það eru átta fyrstu sem synda til úrslita.

50m. skriðsund kvenna
Bryndís Rún Hansen
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir

200m. skriðsund kvenna
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Inga Elín Cryer

200m. skriðsund karla
Kristófer Sigurðsson
Daníel Hannes Pálsson

Til baka