Ísland efst á verðlaunatöflunni

04.06.2015 23:19

Íslendingar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir þriðja daginn í keppni á meðal smáþjóðanna níu. Ísland hefur tryggt sér 79 verðlaun, þar af 25 gull, 33 silfur og 22 brons. Lúxemborg hefur tryggt sér 51 verðlaun þar af 23 gull, 14 silfur og 14 brons. Kýpur er í þriðja sæti með 14 gull, 7 silfur og 12 brons. 

Íslendingar hafa staðið sig rosalega vel það sem af er leikum og líklega á enn eftir að bætast í verðlaunasafnið.

Sögu leikanna og allra-tíma verðlaunataflan eru á heimasíðu leikanna

Til baka