Gestgjafar

Smáþjóðaleikarnir í Reykjavík 2015 eru samstarfsverkefni eftirtalinna aðila:

  • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
  • Sérsambönd ÍSÍ
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Reykjavíkurborg
  • Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er ábyrgðaraðili leikanna en með úrvali fulltrúa frá ofangreindum aðilum er með sanni hægt að tala um leikana sem samstarfsverkefni.

Meginvettvangur leikanna er í hjarta íþróttaiðkunar í Reykjavík, Laugardalnum, þar sem átta keppnisgreinar af ellefu fara fram.