Borðtennis
Eftirfarandi þjóðir taka þátt:
KK: Andorra, Kýpur, Ísland, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó, Svartfjallaland.
KVK: Ísland, Lúxemborg, Mónakó, San Marínó, Svartfjallaland.
Í borðtennis keppa tveir leikmenn sín á milli í einliðaleik eða fjórir leikmenn sín á milli í tvíliða- eða tvenndarleik, með því að slá léttan lítinn bolta milli sín með spöðum. Í tvíliða- og tvenndarleik þurfa leikmennirnir sem eru saman í liði að slá kúluna til skiptis. Leikurinn er upp í 11 stig og leikmenn gefa upp tvær uppgjafir í röð og skipta síðan.
Borðtennis varð til í Bretlandi um aldamótin 1900 og var leikinn af bresku yfirstéttinni.
Borðtennis er hraður leikur og krefst stöðugrar einbeitingar. Borðtennis fer fram á sérstöku borðtennisborði sem skipt er í miðjunni með lágu neti. Boltinn verður að skoppa einu sinni á öðrum helmingnum áður en hann er sleginn yfir á þann næsta. Ef leikmanni tekst ekki að slá boltann yfir á hinn helminginn vinnur andstæðingurinn stig.
Borðtennisboltinn er léttur bolti, 2,7 gr og um 40 mm í ummál.
Gaman að vita
Orðið Ping pong, sem er enska heitið fyrir borðtennis, varð til vegna þess að þannig hljóðaði kúlan, sem var úr kampavínsflöskukorki, þegar að hún lenti á spaðanum og síðan á borðinu. Seinni meir var kúlan gerð úr trjákvoðu (sellulósa), en núna eru kúlurnar úr plasti.