Fimleikar
Eftirfarandi þjóðir taka þátt:
KK: Ísland, Kýpur, Lúxemborg, Mónakó.
KVK: Andorra, Ísland, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Mónakó.
Fimleikar eru íþrótt sem felur í sér æfingar sem þarfnast styrks, liðleika, lipurðar, samhæfingar og jafnvægis.
Talið er að saga fimleika hafi hafist árið 1811 þegar F.L. Jahn opnaði íþróttasvæði fyrir fimleika í Þýskalandi.
Fimleikar urðu Ólympíugrein árið 1896.
Í áhaldafimleikum er æfingar gerðar á mismunandi áhöldum. Þau eru gólf, stökk, kvennatvíslá, slá, karlatvíslá (samsíða), bogahestur, hringir og svifrá. Markmiðið er að gera eins flóknar æfingar og hægt er. Fimleikar reyna því mikið á kraft, jafnvægi og fimi.
Dómarar gefa æfingum einkunn, sá vinnur sem fær hæstu einkunn. Mestu skiptir að vera með strekktar ristar og hendur og fætur, beinar eða bognar eftir því sem við á.
Gaman að vita
Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Í Evrópu skiptast fimleikar í sjö aðalgreinar: Áhaldafimleika, hópfimleika, nútímafimleika, trampolín, þolfimi, sýningarfimleika og almenningsfimleika. Á Íslandi eru í dag stundaðar þrjár af þessum aðalgreinum: Áhaldafimleikar, hópfimleikar og almenningsfimleikar.