Strandblak
Eftirfarandi þjóðir taka þátt:
KK: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, San Marínó.
KVK: Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó.
Í strandblaki keppa tvö tveggja manna lið hvort gegn öðru á strandblaksvelli. Liðin fá stig ef þau koma boltanum í jörðina andstæðingsins megin, andstæðingurinn fær dæmt á sig brot við knattmeðferð eða slær boltann út af vellinum.
Blak var fundið upp árið 1895, en strandblak síðar. Það hefur lengi verið spilað á ströndum um allan heim og þróaðist út frá tómstundagamani í Ólympíugrein. Helsti munurinn á blaki og strandblaki er sá að í strandblaki eru tveir í liði í stað sex í blaki.
Strandblak varð Ólympíugrein árið 1996.
Strandblakvöllurinn er 16 m langur og 8 m breiður með 1 m háu neti sem skilur vallarhelmingana að. Efra borð netsins á að vera í 2.43 m hæð frá sandi í karlakeppnum en 2.24 m hæð í kvennakeppnum.
Strandblakbolti er léttur bolti, um 66-68 cm í ummál. Boltinn er gerður úr saumuðu leðri eða gerviefnum.
Gaman að vita
Í meistarflokki eru aðeins tveir leikmenn í hverju liði, en í öðrum flokkum eru fjórir leikmenn í hverju liði. Í tveggja manna liðum eru engir auka leikmenn og þar af leiðandi ekki leyfðar skiptingar, hins vegar þá er leyfilegt að hafa einn skiptimann í fjögurra manna liðum.