Sund
Eftirfarandi þjóðir taka þátt:
KK: Andorra, Ísland, Kýpur, Liectenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó.
KVK: Andorra, Ísland, Liectenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó, Svartfjallaland.
Í sundi er markmiðið að vera sem fljótastur að synda ákveðna vegalengd.
Sund varð Ólympíugrein árið 1896.
Yfirleitt er keppt í fimm greinum; skriðsundi, baksundi, bringusundi, flugsundi og fjórsundi. Í fjórsundi syndir sundmaður fjórar ólíkar sundaðferðir og er hver sundaðferð synd alls ¼ af vegalengd sundsins. Röð sundaðferða er; flugsund, baksund, bringusund og frjáls aðferð en þar er nær alltaf synt skriðsund. Fjórsund er skipt í einstaklings fjórsund og fjórsund boðsund en þar syndir hver sundmaður ¼ af vegalengdinni og bara eina sundferð.
Gaman að vita
Elstu heimildir um sundiðkun eru frá um 7000 árum síðan og koma frá málverkum. Skrifaðar heimildir um sundiðkun eru elstar um 4000 ára.