2009

13. Smáþjóðaleikarnir fóru fram í Kýpur árið 2009. 843 einstaklingar kepptu í 131 greinum í 12 íþróttagreinum.  

Kýpverjar komu, sáu og sigruðu á heimavelli sínum. Þeir slógu met sem ómögulegt verður að slá aftur, þar sem Svartfjallaland bættist í hópinn árið 2011 og þjóðirnar urðu níu. Kýpverjar unnu fleiri verðlaun en nokkur önnur þjóð á Smáþjóðaleikum, 139 verðlaun samtals, en fyrra metið áttu Íslendingar með 97 verðlaun sem þeir unnu á heimavelli árið 1997. 

Það voru ekki einungis Kýpverjar sem slógu met, Íslendingar og Lúxemborg náðu sínum besta árangri í sögu leikanna. Íslendingar unnu 81 verðlaun, sem var það mesta sem þeir höfðu náð utan heimavallar, og Lúxemborg fékk 26 gullverðlaun og sló sitt met frá því 1997 þegar þeir náðu 24 gullverðlaunum. 

739 sjálfboðaliðar aðstoðuðu við skipulagningu leikanna og voru þeir glæsilegir í alla staði.