2011

14. Smáþjóðaleikarnir fóru fram í Liechtenstein árið 2011.
 
Svartfjallaland bættist í hóp smáþjóða á Smáþjóðaleikum árið 2011. Þar með voru þjóðirnar orðnar níu. 
Kýpverjar stóðu sig best allra og unnu til 32 gullverðlauna og samtals 82 verðlauna. Lúxemborg náði öðru sætinu, eða 72 verðlaunum. Íslendingar voru í þriðja sæti með 68 verðlaun, þar af 20 gullverðlaun.
 
Samtals voru 112 gullverðlaun veitt, 112 silfurverðlaun og 124 bronsverðlaun.