Íris Eva Einarsdóttir - Skotfimi, loftrifill
Fæðingardagur:
03/29/1990Hæð:
165 cmAldur:
24Fæðingarstaður:
ReykjavíkUpphaf íþróttaferilsins:
Ég byrjaði að stunda íþróttir þegar að ég var 6 ára, þá fótbolta. Mér var fyrst boðið að prófa skotfimi þegar að ég var 17 ára gömul og hef stundað skotfimina með hléum, þar sem ég var á fullu að æfa blak á sama tíma. Fyrir um þremur árum byrjaði ég að koma mér upp keppnisbúnaði fyrir skotfimina og hef einbeitt mér að henni síðan þá.
Markmið:
Að reyna að komast á helstu alþjóðlegu skotmótin, þar á meðal Ólympíuleika. Í september er Heimsmeistaramót á Spáni þar sem markmiðið er að ná Ólympíulágmarki.
Önnur áhugamál:
Ég hef áhuga á öllu sem tengist útivist. Ég hef gengið á mörg fjöll, farið víða um hálendið á jeppanum mínum, verið að vinna sem jöklaleiðsögumaður og er einnig fullgild í björgunarsveit frá árinu 2008. Hef einnig gaman að ljósmyndun, tónlist og íþróttum almennt. Ég hef meðal annars stundað fótbolta, blak, mótorkross, hjólreiðar og samkvæmisdans. Mér finnst einnig skemmtilegt að setjast niður annað slagið og prjóna eða hekla og ekki má gleyma samveru með vinum og fjölskyldu.
Uppáhalds íþróttaminningin mín:
Það myndi ég segja að væri þegar ég keppti á mínu fyrsta móti erlendis sem var á Smáþjóðleikum í Lúxemborg 2013. Þar komst ég í úrslit og spennan og keppnisskapið sem ég upplifði þar mun seint gleymast.
Uppáhalds íþróttaminningin:
Ekkert sem ég hef í uppáhaldi, en alltaf gaman að fylgjast með íslensku afreksfólki keppa hér á landi og erlendis.
Helstu afrek
• 2011, 2013, 2014. Íslandsmeistari kvenna.• 2012, 2014. Reykjavíkurmeistari.
• 2013. Tilnefnd til íþróttakonu ársins í Mosfellsbæ.
• Hef bætt Íslandsmetið nokkrum sinnum, bæði á mótum hérlendis og erlendis. Síðast á stóru alþjóðlegu móti í Hollandi árið 2014.