Kristinn Þórarinsson - Sund
Fæðingardagur:
05/20/1996Hæð:
192 cmAldur:
18Fæðingarstaður:
ReykjavíkUpphaf íþróttaferilsins:
Ég byrjaði 3 ára í ungbarnasundi og þegar að ég var orðinn 5-6 ára fór ég að æfa fyrir alvöru. Ég tók mér hálft ár í pásu og prófaði fótbolta en það var ekki alveg fyrir mig. Ég hef svo verið að æfa á fullu síðan að ég var 7 ára.Markmið:
Ég ætla mér að komast á eins marga Ólympíuleika og ég mögulega get. Einnig er það stórt markmið að komast á styrk til að fara í háskóla erlendis.
Önnur áhugamál:
Ég hef mikinn áhuga á tölvum/tölvuleikjum og tónlist.
Uppáhalds íþróttaminningin mín:
Þegar að ég fór á Ólympíuleika ungmenna í Kína árið 2014. Það var stærsta mót sem ég hef farið á erlendis og jafnvel þótt að ég hefði getað gert betur, þá var þetta góð reynsla.
Uppáhalds íþróttaminningin:
Held að það sé bara eitt sem komi þar til greina og það er þegar að vinur minn og æfingafélagi, Jón Margeir Sverrisson, vann sitt fyrsta Ólympíugull á Ólympíuleikum fatlaðra 2012.