Þormóður Árni Jónsson ( bytes)

Þormóður Árni Jónsson - Júdó

Fæðingardagur:

03/02/1983

Hæð:

197 cm

Aldur:

31 árs

Fæðingarstaður:

Reykjavík

Þormóður Árni Jónsson ( bytes)

Upphaf íþróttaferilsins:

Ég byrjaði sex ára í júdó vegna þess að ég hafði mikla orku sem foreldrar mínir töldu mig fá næga útrás fyrir í júdó.

Markmið:

Að komast á HM 2014.
Að toppa fyrri árangur á Heimsmeistaramótum.

Önnur áhugamál:

Aðallega fjölskyldan og körfubolti.

Uppáhalds íþróttaminningin mín:

Árið 2006 fór ég til Tékklands og bjó þar með fjórum íslenskum júdó strákum í fjóra mánuði í 40 fm íbúð. Atvikið sem var minnistæðast úr þeirri ferð var þegar við kepptum á móti í Brno. Ég var búinn að æfa vel fyrir þetta mót og hlakkaði því mikið til að keppa. Ég var kannski helst til spenntur því ég svaf ekki eina mínútu nóttina fyrir mótið. Þegar ég var svo að hita upp fyrir keppnina morguninn eftir var ég frekar vonlítill því ég var illa sofinn og því síður en svo stemmdur til þess að fara að keppa. Michael Vachun (Tékki sem áður var landsliðsþjálfari okkar Íslendinga, en var eins konar umboðsmaður okkar Íslendinganna í Tékklandi) sagði við mig að ég ætti heldur að einbeita mér að júdó frekar en að velta mér upp úr því hvað ég væri þreyttur. Þannig að ég fór í kaffiteríuna og fékk mér stóran kaffibolla og fór að hita upp fyrir fyrsta bardagann, sem ég vann síðan. Svona gekk þetta allan daginn, sex viðureignir! Og ég þambaði kaffi allan daginn. Þetta kom mér í úrslitin um kvöldið. Úrslitabardaginn var hörð viðureign, í henni vankaðist ég þegar ég fékk óviljandi hnéspark beint á kjaftinn. En ég stóð bara aftur upp frussandi blóði um allan völl. Óð síðan beint að andstæðingnum og kláraði bardagan með ippon kasti. Þetta mót markaði ákveðin tímamót hjá mér og veitti mér mikið sjálfstraust. Oft þegar ég lendi í erfiðum aðstæðum fyrir mót eða á mótsdegi veitir það mér innblástur.

Uppáhalds íþróttaminningin:

Þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls NBA meistaratitilinn gegn Utah árið 1998.

Helstu afrek

  • Margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari í júdó.
  • Komst inn á Ólympíuleikana í Peking 2008 og náði 9.-16. Sæti. 
  • Vann Smáþjóðaleikana, 2005, 2007, 2011.
  • Náði 9.-16. sæti á Heimsmeistaramótinu 2009 og 13.-16. sæti 2007.
  • Fimm sinnum unnið opin alþjóðleg mót og margoft náð góðum árangri og komist á pall á opnum mótum og alþjóðlegum mótum á Heimsbikarmótaröðinni.