Arna Stefanía Guðmundsdóttir ( bytes)

Arna Stefanía Guðmundsdóttir - Sjöþraut

Fæðingardagur:

09/01/1995

Hæð:

175 cm

Aldur:

19 ára

Fæðingarstaður:

Reykjavík

Arna Stefanía Guðmundsdóttir ( bytes)

Upphaf íþróttaferilsins:

Ég byrjaði að æfa frjálsar 8 ára gömul. Ég var stödd í Danmörku þetta sumar þar sem frændi minn bjó og þjálfaði frjálsar. Ég fékk að kíkja með honum á æfingar og það var ekki aftur snúið. Ég byrjaði að æfa frjálsar með ÍR og var komin á keppnisbrautina strax um haustið. Einnig æfðu frændur mínir frjálsar og stóðu sig vel og voru mér því miklar fyrirmyndir.

Markmið:

HM 19 ára og yngri 2014.

Að verða ein af þeim bestu í heimi í sjöþraut. 

Markmið mitt er að taka þátt á tvennum Ólympíuleikum, 2016 og 2020, og gera góða hluti á þeim. Best væri að vera ein af þeim 10 efstu.

Önnur áhugamál:

Ég er svo heppin að eiga frábæra fjölskyldu sem mér þykir óendanlega vænt um og því ekki slæmt að verja frítímanum með henni og auðvitað vinunum líka. Á líka fullt af litlum frændsystkinum sem mér þykir gaman að verja tímanum með.

Uppáhalds íþróttaminningin mín:

Þegar að ég kom í mark í 800 m hlaupinu á EM 19 ára og yngri 2013, sem er síðasta grein sjöþrautarinnar, og gerði mér grein fyrir því að ég hafði bætt mig og farið upp um nokkur sæti á heims-og evrópulistanum og hafnaði í 6. sæti.

Uppáhalds íþróttaminningin:

Ég hef sjaldan fengið jafn mikla gæsahúð og þegar að Aníta Hinriksdóttir liðsfélagi minn og vinkona fagnaði sigri sem Evrópumeistari 19 ára og yngri, því að ég sá þetta í beinni !!

 

Helstu afrek

  • Íslands- og bikarmeistari í hinum ýmsum greinum, einnig boðhlaupum.
  • Norðurlandameistari unglinga í 400 m hlaupi 2010.
  • Smáþjóðaleikameistari í 400 m hlaupi 2011.
  • 6. sæti á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri 2013.
  • Á mörg brons og silfurverðlaun frá Norðurlandamótum unglinga.
  • Á nokkur aldursflokkamet í hinum ýmsum greinum.
  • Íslandsmet kvenna í 4x100 m boðhlaupi (2013)
  • Landsliðskona í sjöþraut , grindarhlaupi og boðhlaupum.