Anna Sólveig Snorradóttir ( bytes)

Anna Sólveig Snorradóttir - Golf

Fæðingardagur:

05/30/1995

Hæð:

178 cm

Aldur:

19

Fæðingarstaður:

Reykjavík

Anna Sólveig Snorradóttir ( bytes)

Upphaf íþróttaferilsins:

Ég byrjaði í golfi þegar ég var 9 ára vegna þess að mamma og pabbi voru bæði í golfi og auðvitað fylgdi ég með. Einnig var ég í handbolta með Haukum til 17 ára aldurs.

Markmið:

Markmið mitt er að fara í háskóla til Bandaríkjanna, bæði til þess að ljúka háskólanámi og stunda golf af fullum krafti. Það er örugglega draumur allra helstu kylfinga að verða Íslandsmeistari í höggleik og það er sannarlega markmið sem ég hef sett mér.

Önnur áhugamál:

Vinir, tónlist og að gera eitthvað skemmtilegt

Uppáhalds íþróttaminningin mín:

Seinasta höggið mitt í unglingagolfi þegar ég var að keppa í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni stúlkna. Þá púttaði ég niður frekar löngu „birdie“ pútti fyrir titlinum sem var alveg yndislegt!

Uppáhalds íþróttaminningin:

Ég verð að segja að uppáhalds íþróttaminningin mín sé sú þegar íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum

Helstu afrek

• 2011. Íslandsmeistari stúlkna 15-16 ára í holukeppni.
• 2012. Stigameistari stúlkna 15-16 ára.
• 2012. Íslandsmót kvenna í höggleik, 2. sæti.
• 2012. Íslandsmót kvenna í holukeppni, 2. sæti.
• 2012. Valinn efnilegasti kvenkylfingurinn.
• 2013. Íslandsmeistari stúlkna 17-18 ára í holukeppni.
• 2013. Íslandsmeistari stúlkna 17-18 ára í höggleik.
• 2013. Fjórða sæti í Íslandsmóti kvenna í höggleik og holukeppni.
• 2013. Eimskipsmótaröðin, stigamót kvenna í Vestmannaeyjum, 1. sæti.
• 2013. Eimskipsmótaröð kvenna, 4. sæti á stigalista.
• Einnig orðið klúbbmeistari telpna í GK tvisvar sinnum og Íslandsmeistari með stúlknasveit Keilis árin 2011-2013.