Af hverju sjálfboðaliði

Sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikanna 2015 búa yfir miklum krafti.

Þeir leggja hönd á plóg og aðstoða íþróttafólkið að ná sínum markmiðum. Sjálfboðaliðar hafa jákvæð áhrif með nærveru sinni og með þeirra hjálp ná allir enn betri árangri.

Markmið sjálfboðaliðastarfs á Smáþjóðaleikunum er að leggja sitt af mörkum og fá um leið tækifæri til vaxtar og reynslu sem nýtist í viðfangsefnum lífsins.

Sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikum 2015:
  • Hefur gaman að samvinnu
  • Nýtur samvista við annað fólk
  • Metur fjölbreytni og þátttöku
  • Eflir gleði og gefur frá sér góða nærveru
  • Býr yfir orku og krafti

Sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikum 2015:
  • Er orðinn 18 ára
  • Hefur tíma til þess að bjóða fram aðstoð
  • Hefur gaman að því sem hann tekur sér fyrir hendur

Sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikum 2015:
  • Fær til eignar glæsilegan fatapakka sem ÍSÍ veitir frá ZO•ON
  • Fær fæði á vinnutíma

Nánari upplýsingar:

Brynja Guðjónsdóttir

Verkefnastjóri sjálfboðaliða
Sími: 820-7188 / 514-4024
sjalfbodalidar@iceland2015.is