Fatnaður

Hver er einkennisfatnaður sjálfboðaliða? Allir sjálfboðaliðar fá glæsilegan ZO-ON fatnað. Um er að ræða jakka, síðerma bol, stuttermabol, polo-bol, síðbuxur, derhúfu og bakpoka. Við útthlutun fatnaðar er tekið mið af vinnuframlagi og hlutverki. Sjá nánar hér
 
 
Eru mismunandi snið á fatnaðinum? Mögulegt er að velja á milli karla- eða kvennasniðs. 
 
 

Hvað ef fatnaðurinn passar mér ekki? Það er til fatnaður í flestum stærðum sem henta sjálfboðaliðum.

 

Hvenær verður fatnaðurinn afhendur? Fatnaðurinn verður ýmist afhentur í maí eða skömmu fyrir Smáþjóðaleikana. 

 

Hvar og hvenær fer ég í fatamátun? Fatamátun og myndataka (myndataka fyrir þá sem þurfa) fer fram í Laugardalshöll frá 26. maí og meðan á leikunum stendur. 

Opnunartími er:

29. - 31. maí kl.8:00-22:00

Frá 1. júní þarf að snúa sér til þjónustuborðs sjálfboðaliða í Laugardalshöll.

Þarf ég að vinna alla dagana til þess að fá fatnað? Nei, allir sjálfboðaliðar á Smáþjóðaleikunum fá fatnað miðað við vinnuframlag og hlutverk.

Fá allir sjálfboðaliðar eins fatnað? Að mestu leyti, en einhver frávik verða miðað við vinnuframlag og hlutverk.


Er í lagi að ég mæti í mínum eigin fötum? Sjálfboðaliðar þurfa að vera í þeim fatnaði sem þeim er útvegaður á vegum Smáþjóðaleikanna. Að öðru leyti er þeim frjálst að nota sinn fatnað nema að buxur verða að vera svartar eða dökk gráar.

 

Hvað á ég að gera við fatnaðinn eftir Smáþjóðaleikana? Fatnaðinn, bakpokann og derhúfuna fá allir sjálfboðaliðar til eigna eftir Smáþjóðaleikana.

 

Hvað geri ég við fatnaðinn ef ég kemst ekki á Smáþjóðaleikana? Vinsamlegast skilið fatnaðinum og bakpoka á skrifstofu ÍSÍ (Engjavegi 6, 104 Reykjavík) við fyrsta tækifæri, fyrir eða eftir leika.