Keppni


Þarf ég að greiða aðgangseyri inn á keppnisviðburði? Nei, frítt er inn á alla keppnisviðburði.

Þarf ég að greiða aðgangseyri inn á svæðið sem Smáþjóðaleikarnir fara fram? Nei, frítt er inn á alla viðburði.


Hver er kostnaður sjálfboðaliða við rútur á milli keppnisstaða? Ferðir fram og til baka frá Laugardalnum á milli keppnisstaða og hótela er sjálfboðaliðum að kostnaðarlausu. 


Hvar fer keppnin fram? Í Laugardalnum fer keppni fram í blaki, körfuknattleik, fimleikum, júdó, frjálsíþróttum, sundi og strandblaki. Tennis fer fram í Tennishöll Kópavogs, golf fer fram á Korpúlfsstaðavelli og skotfimi fer fram í Hátúni og í Álfsnesi.


Hvað eru margir keppendur? Keppendur eru um 800 talsins og með fylgdarliði eru þátttakendur tæplega 1.300 manns.