Þjálfun

Grunnþjálfun

27. apríl      Mánudagur         17:15-18:15,        Laugardalshöll
28. apríl      Þriðjudagur         18:00-19:00,        Akureyri: grunnþjálfun, fatamátun og myndataka
29. apríl      Miðvikudagur      18:00-19:00,        Selfoss: grunnþjálfun, fatamátun og myndataka
6. maí         Miðvikudagur      18:00-19:00,        Laugardalshöll
7. maí         Fimmtudagur      17:15-18:15,        Laugardalshöll

 

Hvað felst í grunnþjálfun? Allir sjálfboðaliðar fá grunnþjálfun. Þjálfunin felst í almennum upplýsingum, skipulagi og hugmyndafræði Smáþjóðaleika og hlutverki sjálfboðaliða.

 

Hvað felst í sértækri þjálfun? Sjálfboðaliðar sem eru í sérhæfðum hlutverkum fá sérstaka þjálfun. 
 

Hvar fer grunnþjálfunin fram, hvaða dagsetningar og tímasetningar? Upplýsingar um staðsetningar, dagsetningar og tímasetningar verða sendar með tölvupósti til allra sjálfboðaliða. Upplýsingarnar verða einnig birtar á heimasíðu Smáþjóðaleikanna, www.iceland2015.is undir "Sjálfboðaliðar" eða hér

Hvar á landinu fer grunnþjálfunin fram? Öllum sjálfboðaliðum verður gert kleift að mæta í grunnþjálfun. Þjálfunin fer fram víða um land. Nánari upplýsingar um stað og stund verða birtar síðar. 

 
Hvernig sný ég mér í því ef ég kemst ekki í grunnþjálfun á boðuðum degi? Komist sjálfboðaliði ekki á boðuðum degi þá verður hann boðaður aftur síðar.

Kostar eitthvað að fara í gegnum grunnþjálfun? Þjálfun og gögn eru sjálfboðaliðum að kostnaðarlausu. Sjálfboðaliðar þurfa hins vegar að koma sér á staðinn þar sem þjálfunin fer fram.