Þjálfun
Grunnþjálfun
27. apríl Mánudagur 17:15-18:15, Laugardalshöll
28. apríl Þriðjudagur 18:00-19:00, Akureyri: grunnþjálfun, fatamátun og myndataka
29. apríl Miðvikudagur 18:00-19:00, Selfoss: grunnþjálfun, fatamátun og myndataka
6. maí Miðvikudagur 18:00-19:00, Laugardalshöll
7. maí Fimmtudagur 17:15-18:15, Laugardalshöll
Hvað felst í grunnþjálfun? Allir sjálfboðaliðar fá grunnþjálfun. Þjálfunin felst í almennum upplýsingum, skipulagi og hugmyndafræði Smáþjóðaleika og hlutverki sjálfboðaliða.
Hvar fer grunnþjálfunin fram, hvaða dagsetningar og tímasetningar? Upplýsingar um staðsetningar, dagsetningar og tímasetningar verða sendar með tölvupósti til allra sjálfboðaliða. Upplýsingarnar verða einnig birtar á heimasíðu Smáþjóðaleikanna, www.iceland2015.is undir "Sjálfboðaliðar" eða hér
Hvar á landinu fer grunnþjálfunin fram? Öllum sjálfboðaliðum verður gert kleift að mæta í grunnþjálfun. Þjálfunin fer fram víða um land. Nánari upplýsingar um stað og stund verða birtar síðar.
Hvernig sný ég mér í því ef ég kemst ekki í grunnþjálfun á boðuðum degi? Komist sjálfboðaliði ekki á boðuðum degi þá verður hann boðaður aftur síðar.
Kostar eitthvað að fara í gegnum grunnþjálfun? Þjálfun og gögn eru sjálfboðaliðum að kostnaðarlausu. Sjálfboðaliðar þurfa hins vegar að koma sér á staðinn þar sem þjálfunin fer fram.