Hvaða störf eru í boði?

Þú getur valið þau verkefni sem þú vilt starfa við á leikunum. Verkefnin eru fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu.

Ef það er ein ákveðin íþróttagrein sem þú tengist og hefur áhuga á að starfa við þá velur þú hana. Ef engin íþróttagrein höfðar til þín þá sleppir þú því að velja.

  • Veitingamiðstöð: leiðsögn gesta, uppsetning matsalar, frágangur, þrif, uppvask, þjónusta o.fl
  • Viðburðir: Setningarhátíð og lokahátíð þar sem fram fer gæsla, uppsetning og frágangur. Verðlaunaafhendingar þ.e. skipulagning, afhending verðlauna, utanumhald o.fl.
  • Fjölmiðlaþjónusta: Þjónusta við fjölmiðlamenn og aðstoð við utanumhald.
  • Aðstoðarmaður: t.d. fyrir ákveðið lið.
  • Þjónustuborð: Viðvera á þjónustuborðum sem eru staðsett á hótelum, flugvelli, keppnismannvirkjum og á aðalskrifstofu. Einnig þjónustuborð fyrir almenning sem er t.d. staðsett í miðbæ Reykjavíkur, í Kringlunni og víðar. 
  • Samgöngur: Umferðastjórnun og bílstjórar.
  • Aðalskrifstofa: Ýmis þjónusta við keppendur og fylgdarlið þeirra, pökkun gagna, umsjón með merkingum, dreifing fatnaðar, myndataka, tækniþjónusta, kynningarmál o.fl.
  • Heilbrigðisþjónusta: Almenn þjónusta fagfólks, neyðarþjónusta og umsjón lyfjaprófa.
  • Íþróttagreinar


Hefð sjálfboðaliðastarfa á Íslandi

Þegar að við hjálpumst að gengur allt svo miklu betur. 

Það hefur sýnt sig í gegnum árin að sjálfboðaliðastörf eru eitt mikilvægasta hlutverkið í íþróttakepnum á Íslandi.
Ef ekki væri fyrir störf sjálfboðaliða væri íþróttahreyfingin ekki á þeim stað sem hún er á í dag.
Um 1200 sjálfboðaliða þarf á leikana 2015. 
Sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikanna 2015 munu halda áfram þessari arfleifð sem skapast hefur og greiða leið sjálfboðaliðastarfa í framtíðinni.


Reynsla sjálfboðaliða

„Fyrir mér þýðir það að vera sjálfboðaliði að gefa svolítið af mér til annarra, en fá þeim mun meira til baka frá öðrum“.

„Að vera sjálfboðaliði þýðir að vera opinn fyrir nýjum áskorunum og hugmyndum. Það þýðir að taka fulla þátt og gera þitt besta, í samvinnu við aðra og hvetja fólkið í kringum sig“.

„Að vera sjálfboðaliði býður upp á tækifæri á einstakri reynslu og að verða betri manneskja“. 

„Sjálfboðaliðastarfið þýðir að gefa einn af dýrmætustu hlutunum sem við eigum, tíma, til að hjálpa fólki að byggja og koma á framfæri góðum hlutum og hafa góð áhrif á umheiminn“. 


 

Nánari upplýsingar:

Brynja Guðjónsdóttir

Verkefnastjóri sjálfboðaliða

Sími: 514-4024514-4024

sjalfbodalidar@iceland2015.is


Hefðin um sjálfboðaliðastarf á Íslandi á sér langa sögu. Þegar að við hjálpumst að gengur allt svo miklu betur. Þegar að Smáþjóðaleikarnir voru haldnir á Íslandi árið 1997 voru um 20 sjálfboðaliðar. Gert er ráð fyrir að um 1200 sjálboðaliða þurfi á leikana 2015. Þá munu okkar sjálfboðaliðar halda áfram þessari arfleifð sem skapast hefur og leggja sitt af mörkum.