06.06.2015

Íslendingar á toppi verðlaunatöflunnar á ný

NánarÍslendingar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir keppni á Smáþjóðaleikunum 2015.
06.06.2015

Síðasta keppnisdegi lokið

NánarSíðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna lauk í dag með keppni í körfuknattleik karla, Ísland á móti Svartfjallalandi. Mikil spenna ríkti fyrir leiknum og höllin byrjaði að fyllast af áhorfendum með leik kvennalandsliðsins gegn Lúxemborg.
06.06.2015

Körfuknattleiksstrákarnir með silfur

NánarSíðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna lauk í dag með keppni í körfuknattleik karla, Ísland tók á móti Svartfjallalandi. Mikil spenna ríkti fyrir leiknum og höllin byrjaði að fyllast af áhorfendum með leik kvennalandsliðsins gegn Lúxemborg, sem fram fór kl.13:30. Kvennalandsliðið tapaði gegn Lúxemborg 54-59. Karlalandsliðið fékk einnig silfur, en lið Svartfjallalands var einfaldlega of sterkt fyrir Íslendingana. Leikurinn fór 102-84.

Eldra efni

06.06.2015

Fimm íslensk gull á frjálsíþróttavellinum

Íslensku frjálsíþróttakeppendurnir unnu fimm gullverðlaun á síðasta degi Smáþjóðaleikanna í dag. Boðhlaupssveitirnar unnu þrjú af fjórum hlaupum auk þess sem Hafdís Sigurðardóttir vann þrístökk og Guðmundur Sverrisson spjótkast.
06.06.2015

Kylfingar með gullverðlaun

Íslenska karlalandsliðið sigraði með yfirburðum í liðakeppninni á Smáþjóðaleikunum í golfi í dag á Korpúlfsstaðavelli. Ísland lék samtals á 14 höggum undir pari vallar og var 31 höggum betri en Malta sem varð í öðru sæti. Mónakó endaði í þriðja sæti á +29 samtals. Kristján Þór Einarsson sigraði í einstaklingskeppninni á -6 samtals en hann lék lokahringinn á 77 höggum í dag – eftir að hafa sett vallarmet í gær á 64 höggum. Sandro Piaget frá Mónakó varð annar á -2 samtals og Haraldur Franklín Magnús varð þriðji á pari vallar samtals. Andri Þór Björnsson varð fjórði á +2 samtals.
06.06.2015

Íslenska kvennasveitin náði silfrinu

Íslensku sveitirnar hlutu báðar verðlaun í júdókeppni Smáþjóðaleikanna sem lauk í dag. Lúxemborg vann bæði karla- og kvennaflokk.
06.06.2015

Yang og Provost unnu einliðaleikinn

Mónakó fagnaði í dag tvöföldum sigri í borðtennis þegar Damien Provost og Xiaoxian Yang unnu í einliðaleik.
06.06.2015

Ísland endaði með bronsverðlaunin

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í þriðja sæti í blakkeppni Smáþjóðaleikanna eftir 3:0 sigur San Marínó á Lúxemborg í síðasta leik leikanna. Svartfjallaland hafði fáheyrða yfirburði í keppninni.
06.06.2015

Andorra vann í strandblaki karla

Liecthenstein og Andorra áttust þar við og vann Andorra gullið með sigri í oddahrinu, 2-1. Liechtenstein vann fyrstu hrinuna 21-17, Andorra komu svo sterkir inn og unnu aðra hrinuna í upphækkun 22-20. Oddahrinan varð hinsvegar ekki eins spennandi, allur vindur virtist úr Liechtenstein og lauk hrinunni með 15-7 sigri Andorra.
06.06.2015

Íslensku körfuknattleiksstelpurnar með silfurverðlaun

Ísland varð að sætta sig við annað sætið á Smáþjóðaleikunum eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn sterku liðið Lúxemborgar 54 – 59. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með sex stigum í hálfleik.
06.06.2015

Íslenskir kvenkylfingar með gullverðlaun

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér yfirburða sigur á Smáþjóðaleikunum í golfi sem lauk í dag á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í einstaklingskeppninni – en hún lék á -1 samtals og var þremur höggum betri en Sophie Sandolo frá Mónakó. Karen Guðnadóttir varð þriðja á +14 samtals og Sunna Víðisdóttir varð fjórða á +15 samtals.
06.06.2015

Ísland fagnaði gullinu í strandblaki

Þær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir fögnuðu gulli í strandblaki kvenna eftir 2-0 sigur á Mónakó. Íslenska liðið spilaði frábærlega í annarri hrinu og innbyrti sanngjarnan sigur.
06.06.2015

Laurent Recourdec frá Andora sigraði í tennis

Úrslit í einliðaleik karla í tennis fóru fram í dag. Laurent Recourdec frá Andorra sigraði Ugo Nastasi frá Lúxemborg 6-7(4), 6-3, 6-4.
06.06.2015

Íslensku liðin í eldlínunni eftir hádegi

Íslensku kvennalandsliðin í strandblaki og körfuknattleik auk karlalandsliðsins í körfu leika hreina úrslitaleiki um gullverðlaun á lokadegi Smáþjóðaleikanna.
06.06.2015

Sjáðu júdóið í beinni

Júdósamband Íslands býður upp á beina útsendingu frá júdókeppni Smáþjóðaleikanna í gegnum YouTube.
06.06.2015

Síðasti keppnisdagur Smáþjóðaleika 2015

Í dag verður keppt í átta íþróttagreinum á Smáþjóðaleikunum. Keppni í fimleikum, skotíþróttum og sundi er lokið.
05.06.2015

Lúxemborg með flest gull

Íslendingar eru enn með flest unnin verðlaun á meðal smáþjóðanna níu, þ.e. 89 verðlaun. Lúxemborg hefur unnið samtals 62 verðlaun, en er hins vegar á toppi verðlaunatöflunnar vegna þess að þeir hafa unnið fleiri gullverðlaun. Lúxemborg er nú með 29 gullverðlaun, en Ísland 28. Kýpur er í þriðja sæti með samtals 41 verðlaun, þar af 17 gullverðlaun.
05.06.2015

Fjórða keppnisdegi lokið

Keppni lauk í dag í sundi og skotfimi auk þess sem línur tóku að skírast verulega í fleiri greinum. Keppni hófst hins vegar í júdó.
05.06.2015

Hrafnhildur bætti Íslandsmetið um 6,5 sekúndur

Hrafnhildur Lúthersdóttir kom fyrst í mark í 400 metra fjórsundi kvenna í dag og stórbætti Íslandsmetið um 6,54 sekúndur. Alls voru fimm mótsmet sett í sundlauginni í dag.
05.06.2015

Öðrum klaka úr lóninu bætt við

Snemma í morgun kom vörubíll frá Eimskip með klaka úr Jökulsárlóninu. Klakinn var færður frá vörubílnum og á eldstæði Smáþjóðaleikanna. Nú eru þar tveir klakar.
05.06.2015

Anna Soffía sigraði í Júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði -78kg flokk kvenna á Smáþjóðaleikunum. Anna sem er búinn að vera í miklu stuði í dag sigraði Charlotte Arendt frá Lúxemborg á þremur yuko gegn engu í úrslita viðureigninni.
05.06.2015

Glæsilegt vallarmet í golfi

Kristján Þór Einarsson með glæsilegt vallarmet í dag.
05.06.2015

Nýtt mótsmet í Skeet

Keppni í Skeet á Smáþjóðaleikunum lauk í Álfsnesi í dag eftir harða keppni milli Arnar Valdimarssonar, Skotfélagi Reykjavíkur og Georgios Kazakos frá Kýpur þar sem Kýpverjinn hafði betur á lokaskotunum.
05.06.2015

San Marínó með sinn fyrsta sigur í Blaki kvenna

San Marínó og Liechtenstein áttu fyrsta blakleik dagsins en San Marínó sigraði 3-1
05.06.2015

Sjálfboðaliðar eru ómissandi

Sjálfboðaliðar tryggja að allt gangi snuðurlaust fyrir sig og allir njóti leikanna. Aðspurður segir verkefnastjóri sjálfboðaliða að svarið við því hver sjálfboðaliðinn sé og í hverju starf hans felist, að það sé einfalt.
05.06.2015

Erfiðir leikir í fyrstu umferð einliðaleiks í borðtennis

Í einliðaleik karla var Magnús K. Magnússon í B riðli með Irfan Cekic frá Svartfjallalandi og Damien Provost frá Mónakó. Fyrsti leikur var við sigurvegara síðustu Smáþjóðleika Cekic og barðist Magnús fyrir hverju stigi og gaf ekkert eftir. Þrátt fyrir harða baráttu var Cekic erfiður og vann hann leikinn 3-0.
05.06.2015

Frítt er inn á alla viðburði

Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og allir hvattir til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr.
05.06.2015

Myndir frá Smáþjóðaleikum

Myndir frá íþróttaviðburðum á Smáþjóðaleikunum eru á heimasíðu leikanna undir "Myndir" og á fésbókarsíðu leikanna Smáþjóðaleikar / GSSE 2015.
05.06.2015

Fjórði dagur Smáþjóðaleikanna 2015 er runninn upp

Í dag verður keppt í níu íþróttagreinum á Smáþjóðaleikunum.
04.06.2015

Ísland efst á verðlaunatöflunni

Íslendingar hafa staðið sig rosalega vel það sem af er leikum og líklega á enn eftir að bætast í verðlaunasafnið.
04.06.2015

Þriðja keppnisdegi lokið

Þá er þriðja keppnisdegi Smáþjóðaleikanna 2015 lokið.
04.06.2015

Frjálsíþróttir í dag

Frjálsþróttakeppni fór fram í dag á Laugardalsvelli. Aðstæður voru ágætar, skýjað og 10 stiga hiti með smá skúrum. Íslenskum keppendum gekk vel og áttu Íslendingar fulltrúa á verðlaunapalli í öllum greinum dagsins nema einni.
04.06.2015

Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur í Laugardalnum

Það verður mikið um dýrðir á morgun á næst síðasta degi Smáþjóðaleikanna, en von er á rúmlega 500 skólakrökkum úr sex skólum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu í Laugardalinn klukkan 9:30 – 12:00. Á meðan á leikununum stendur hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið fyrir Ólympíudögum fyrir grunnskólanemendur þar sem þau fá kynningu á Ólympíuleikunum, auk þess sem þau fá að reyna fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum.
04.06.2015

Berglind og Elísabet nálgast gullverðlaunin

Gengi íslensku liðanna á strandblaksvellinum í dag var með svipuðu móti og undanfarna daga. Einar og Orri töpuðu fyrir San Marínó, 2-0. Þeir eru því úr leik á mótinu en San Marínó leikur um 5. sætið á morgun. Elísabet Jónsdóttir og Berglind Einarsdóttir tóku á móti Möltu og unnu öruggan 2-0 sigur, 21-10 og 21-10.
04.06.2015

Ísland sat eftir í strandblakskeppni karla

Íslenska karlalandsliðið í strandblaki er úr leik eftir 0-2 ósigur fyrir San Marínó í dag. Kvennalandsliðið er jafnt Mónakó í efsta sæti.
04.06.2015

Nýtt Íslandsmet og ný mótsmet í sundi

Þá er skemmtilegum sunddegi að ljúka og enn falla íslands og mótsmet. Úrslit fóru fram í dag í 50m skriðsundi, 100m bringusundi, 200 m skriðsundi og 4x100m fjórsundi karla.
04.06.2015

Svartfellingar með lið á hærra plani

Íslendingar mættu Svartfellingum í blaki kvenna í kvöld. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið fyrstu tvo leiki sína. Íslendingar á móti Liechtenstein og San Marínó og Svartfellingar unnu San Marínó og Lúxemborg nokkuð auðveldlega. Það var því búist við erfiðum leik í kvöld.
04.06.2015

Breyting á tímasetningu júdókeppninnar á morgun.

Eftir tæknifund í dag var ákveðið að færa tímasetningu júdókeppninnar á morgun (5. júní) til kl. 14:00 en það átti að hefjast kl.12. Aðrir viðburðir s.s. úrslitakeppnin og Sveitakeppni á laugardag haldast óbreyttir.
04.06.2015

Lúxemborg með yfirburði gegn San Marínó í blakinu

Karlalið Lúxemborgar er taplaust eftir sigur á móti San Marínó í dag.
04.06.2015

Íslenska karlalandsliðið með ellefu högga forskot

Íslenska karlalandsliðið í golfi heldur sínu striki á Smáþjóðaleikunum en annar keppnisdagur af alls fjórum fór fram í dag. Leikið er á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur / Sjórinn og Áin. Kristján Þór Einarsson er efstur í einstaklingskeppninni á -5 en hann fór hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari.
04.06.2015

Hvar er Blossi?

Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleika 2015, verður í Laugardalshöll í dag frá kl. 17:30-18:30. Hann mun láta sjá sig í Aðalþjónustumiðstöðinni frjálsíþróttahallarmegin en einnig kíkja á blakleik í frjálsíþróttahöllinni. Íslenska kvennalandsliðið í blaki keppir þá við Svartfjallaland, en leikurinn hefst kl.18.
04.06.2015

Lúxemborg hafði betur gegn Liechtenstein í jöfnum leik

Lúxemborg vann sinn fyrsta leik í blaki kvenna á Smáþjóðaleikunum 2015 þegar liðið lagði Liechtenstein í oddahrinu í fyrsta blakleik dagsins.
04.06.2015

Guðrún áfram efst í golfinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir heldur forystunni í kvennaflokki í golfi, en keppni þar var að ljúka á Korpuvelli.
04.06.2015

Strandblak: Andorra vann Kýpur í hörkuleik

Andorra vann Kýpur 2-0 í öðrum leik dagsins á strandblakvellinum. Rigningarskúrir hafa nokkur áhrif á keppnina.
04.06.2015

Tvenn verðlaun til Íslendinga í riffilkeppni

Jón Þór Sigurðsson og Guðmundur Helgi Christensen fengu silfur- og bronsverðlaun í riffilkeppni sem fram fór á skotsvæðinu í Álfsnesi í morgun.
04.06.2015

Ekki frítt í strætó

Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að þátttakendur og aðrir sem starfa við Smáþjóðaleikana fá ekki frítt í almenna leiðarkerfi Strætó gegn framvísun Smáþjóðaleikapassa. Passinn gefur þeim aðeins aðgang að þeim vögnum sem ganga í tengslum við leikana; GSSE A, B, C og D.
04.06.2015

Úrslit í undanrásum í sundi

Í morgun fóru fram undanrásir í sundi.
04.06.2015

Minjagripasala Smáþjóðaleika

Minjagripasala Smáþjóðaleika er staðsett í Laugardalshöll, í inngangi frjálsíþróttahallarmegin. Þar eru til sölu Blossa lukkudýr, veggspjöld, lyklakippur, bollar, pinnar og póstkort. Við hvetjum fólk til að kíkja við og kynna sér þetta flotta úrval af minjagripum.
04.06.2015

Þriðji keppnisdagur

Þriðji keppnisdagur Smáþjóðaleika hefst kl.9 í bæði golfkeppni á Korpu og skotíþróttakeppni. Íslenskir kylfingar leiða bæði einstaklings- og liðakeppni og því verður spennandi að sjá hvort að þeim takist að halda toppsætinu í dag.
03.06.2015

Íslendingar með 54 verðlaun eftir annan dag keppni

Íslendingar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir annan daginn í keppni á meðal smáþjóðanna níu.
03.06.2015

Keppnisdegi tvö lokið

Í dag var gott veður og stemmningin í Laugardalnum góð. Íslendingar eru enn efstir á verðlaunatöflunni, Lúxemborg í öðru sæti og Kýpur í því þriðja. Hér á eftir koma helstu úrslit dagsins í þeim níu greinum sem keppt var í í dag.
03.06.2015

Lúxemborgarar fögnuðu eftir háspennu leik

Þjálfari Lúxemborgar stökk þrístökk og leikmenn hans föðmuðust innilega eftir æsilegan endasprett í 2:3 sigri á Íslandi í blaki karla í síðasta viðburði Smáþjóðaleikanna í dag.
03.06.2015

Ísland burstaði Andorra

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefði ekki getað óskað sér betri byrjunar á Smáþjóðaleikunum en það fékk þegar það lagði Andorra 83-61 í dag.
03.06.2015

Tvenn verðlaun til Mónakó í borðtennis

Í undanúrslitum í liðakeppni karla keppti San Marínó við Mónakó og Lúxemborg við Svartfjallaland. Í úrslitaleikjunum mættust Svartfjallaland og Mónakó og Mónakó vann 3-1.
03.06.2015

Ísland vann öll gullin í kvennaflokki

Íslensku fimleikastelpurnar héldu uppteknum hætti í síðari hlutanum í úrslitum á einstökum áhöldum í dag og unnu þau gull sem eftir voru í pottinum. Keppni í fimleikum er þar með lokið á Smáþjóðaleikunum í ár.
03.06.2015

Hrafnhildur náði sögulegum árangri í dag

Alls hefur íslenskt sundfólk unnið til 21 verðlauna að loknum tveim keppnisdögum af fjórum. Það eru 7 gull, 8 silfur og 6 brons. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði þeim einstaka árangri að vinna í dag sitt fimmta gull á Smáþjóðaleikunum 2015, þegar hún vann í 200m. bringusundi. Þetta hefur engin annar sundmaður leikið eftir á Smáþjóðaleikum.
03.06.2015

Íslenskur sigur í hörkuleik

Íslenska kvennalandsliðið lagði San Marínó 3:1 í hörkuleik í kvöld. Þótt jafnt væri á flestum tölum var íslenska liðið þó alla jafna með yfirhöndina.
03.06.2015

Sögulegur sigur Íslands á Kýpur

Íslenska kvennalandsliðið í strandblaki, skipað þeim Berglindi Jónsdóttur og Elísabetu Einarsdóttur, vann í dag sögulegan sigur á Kýpur í strandblakskeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum.
03.06.2015

Íslensku konurnar enn með öll gullin

Að loknum fyrri hluta í úrslitum á einstökum áhöldum í fimleikakeppninni á Smáþjóðaleikunum er hefur íslenska kvennalandsliðið unnið öll gull sem í boði hafa verið.
03.06.2015

Lúxemborg skellti í lás gegn Möltu

Lúxemborg átti ekki í teljandi vandræðum með Möltu á öðrum degi körfuknattleikskeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum en leiknum lauk 64-42.
03.06.2015

Miklir yfirburðir Svartfellinga

Blakkeppni heldur áfram. Annar leikurinn í blakinu í dag var leikur Svartfjallalands og Lúxemborgar í kvennaflokki. Þetta var fyrsti leikur Lúxemborgar í keppninni, en Svartfjallaland vann í gær á móti San Marínó nokkuð örugglega.
03.06.2015

Fylgstu með strandblaki á fésbók

Fyrir aðdáendur strandblaks sem ekki ná að koma á strandblaksvöllinn og horfa á keppnina er hægt að fylgjast með stöðufærslum í beinni á fésbókarsíðu strandblaksins.
03.06.2015

Úrslit í tennis

Úrslit eftir annan keppnisdag í tennis eru kunngjörð, en keppt er í Tennishöll Kópavogs.
03.06.2015

Staðan eftir fyrsta golfhring

Keppni í golfi hófst í morgun kl.9. Keppnin fer fram á Korpúlfsstaðarvelli. Keppt er í einstaklings- og liðakeppni.
03.06.2015

Evrópubikarinn til sýnis í Laugardalshöll

Evrópubikar í körfuknattleik er til sýnis í Laugardalshöll á meðan á Smáþjóðaleikunum stendur. Ásamt bikarnum er hér á landi lukkudýr leikanna, Frenkie the Fireball. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleika, og Frenkie the Fireball hafa mælt sér mót í Laugardalshöllinni um kl.18 í dag. Allir geta fengið mynd af sér með þessum flottu lukkudýrum.
03.06.2015

Keppni í blaki heldur áfram

Fyrsti leikur blakkeppninnar í dag var leikur San Marínó og Mónakó í karlaflokki. Lið Mónakó kom sterkara til leiks og var yfir í stöðunni 22-17. Þá tók þjálfari San Marínó leikhlé sem virkaði vel því þeir náðu að jafna í stöðunni 23-23. Hrinan fór í framlengingu og fyrirliði San Marínó tryggði liði sínu sigur eftir glæsilegan ás úr uppgjöf.
03.06.2015

Úrslit undanrása í sundi í dag

Annar dagur á Smáþjóðaleikunum er nú hálfnaður og undanrásir í sundgreinum búnar. Fyrst er rétt að nefna það að Hrafnhildur Lúthersdóttir náði A-lágmarki á Ólympíuleikana í Rio 2016 í 200m fjórsundi í gær með tímann 2:13,83 en lágmarkið er 2:14,26.
03.06.2015

Það viðrar vel til strandblaks í dag

Í dag hefur einn leikur í hverjum riðli farið fram í strandblaki. Í A-riðli karla sigraði Lúxemborg Mónakó 2-0. Í B-riðli karla sigraði Andorra San Marínó 2-0. Í kvennariðli sigraði Liechtenstein Möltu 2-0.
03.06.2015

Úrslit í loftskammbyssu karla

Keppni var að ljúka í loftskammbyssu karla í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni en þar stóð Monacobúinn, Boris Jeremenko uppi sem sigurvegari.
03.06.2015

Myndir frá Smáþjóðaleikum

Myndir frá íþróttaviðburðum á Smáþjóðaleikunum eru á heimasíðu leikanna undir "Myndir" og á fésbókarsíðu leikanna Smáþjóðaleikar / GSSE 2015.
03.06.2015

Byrjað að skjóta úr loftskammbyssum

Í dag miðvikudaginn 3. júní láta loftskammbyssuskyttur ljós sitt skína. Karlaflokkurinn hófst kl. 9:00 og þar keppa Ívar Ragnarsson og Thomas Viderö fyrir Íslands hönd. Thomas á titil að verja því hann sigraði í þessari grein á síðustu Smáþjóðaleikum sem fram fóru í Lúxemborg 2013. Spennandi verður að sjá hvernig Thomasi tekst upp við titilvörnina.
03.06.2015

Keppni í golfi hefst í dag kl.9

Keppni í golfi hefst í dag á Smáþjóðaleikunum. Keppt er á Korpúlfsstaðarvelli þar sem Sjórinn og Áin verða leikinn – líkt og á Íslandsmótinu árið 2013. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóðaleikunum. Fyrstu keppendurnir fara af stað kl. 9.00 í dag og verða 72 holur leiknar á næstu fjórum dögum.
03.06.2015

Annar keppnisdagur Smáþjóðaleika 2015

Annar keppnisdagur hefst kl.9 þegar að skotíþróttafólk hefur keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni og kylfingar hefja leik á Korpúlfsstaðavelli. Þetta er jafnframt fyrsti keppnidagur kylfinga.
03.06.2015

Íslendingar efstir á verðlaunatöflu eftir fyrsta dag

Íslendingar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir fyrsta daginn í keppni á meðal smáþjóðanna níu. Bundnar eru vonir við að Íslendingar nái aftur toppsæti allra-tíma verðlaunatöflunnar eftir leikana, en Kýpur eru efstir eins og staðan er í dag með samtals 1084 verðlaun, en Ísland 1029.
02.06.2015

Fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleika lokið

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleika er nú að kvöldi kominn og margt athyglisvert sem gerðist í dag. Skotíþróttadrottningin Íris Eva Einarsdóttir vann til gullverðlauna í loftriffli kvenna og náði þar með að tryggja sér fyrstu verðlaun Íslendings á Smáþjóðaleikunum 2015.
02.06.2015

Blak: Íslenskur sigur fyrir fullu húsi

Íslenska kvennalandsliðið í blaki sýndi frábæran leik þegar það vann Liechtenstein í fyrsta leik sínum 3-0 í Laugardalshöll í kvöld. Á fimmta hundrað áhorfendur fylltu höllina og studdu liðið vel.
02.06.2015

Körfubolti: Ísland snéri leiknum sér í vil

Ísland kom til baka eftir að hafa verið 16-24 undir eftir fyrsta leikhluta þegar liðið lagði Möltu 83-73 í fyrsta leik sínum í kvennaflokki í körfuknattleikskeppni Smáþjóðaleikanna í kvöld. Lúxemborg lagði Mónakó í opnunarleik keppninnar en karlalandslið þeirra tapapaði fyrir Svartfjallalandi.
02.06.2015

Keppni í strandblaki hófst í dag

Keppni í strandblaki á Smáþjóðaleikunum hófst í dag á glænýju og stórglæsilegu strandblakssvæði í Laugardalnum.Þetta er í fyrsta skipti sem landsleikir í strandblaki fara fram hér á landi og því ástæða til að gleðjast þó veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í dag. Þónokkur vindur var og mjög kalt og á tímabili féllu nokkur snjókorn.
02.06.2015

Hafdís vann langstökkið og varð önnur í 100 metra hlaupi

Hafdís Sigurðardóttir getur borið höfuðið hátt eftir frjálsíþróttakeppni dagsins þar sem hún sigraði í langstökki og varð önnur í 100 metra hlaupi. Ari Bragi Kárason hlaut bronsverðum í 100 metra hlaupi karla eftir harða keppni.
02.06.2015

Svartfellingar unnu 3-0 í blaki kvenna

Fyrsti leikur í blaki á Smáþjóðaleikunum var leikur Svartfjallalands og San Marínó í kvennaflokki í dag. Svartfjallaland sendir nú í fyrsta skipti í ár lið til í keppni í blaki kvenna og unnu nýliðarnir nokkuð öruggan sigur 3-0. Hrinurnar enduðu 25-17, 21-25 og 25-14. Lið Svartfjallalands er gríðarlega sterkt enda keppa margir leikmenn liðsins í öflugum deildum í Frakklandi, Serbíu og Póllandi. Lið San Marínó átti ágætis kafla en réði lítið við sterkan sóknarleik nýliðanna.
02.06.2015

Fyrsti dagur fimleikakeppni lokið

Fyrsta degi fimleikakeppninnar er lokið. Keppni í fimleikum fer einnig fram á morgun og hefst kl.16:00 og stendur til kl. 20:00. Íslensku stelpurnar unnu liðakeppnina örugglega og vörðu þar með titilinn frá því í Lúxemborg fyrir tveimur árum.
02.06.2015

Ný móts- og Íslandsmet sett í sundi

Þá er fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum lokið. Íslenskir keppendur stóðu sig vel í dag og mega vera stoltir. Sundlaugin var flott í morgun og allt skipulag og umgjörð til fyrirmyndar.
02.06.2015

Skorað á áhorfendur að mæta í rauðu

Kvennalandslið Íslands í blaki hefur leik í kvöld þegar liðið mætir Liechtenstein. Blakkeppnin hófst með leik San Marínó og Svartfjallalands.
02.06.2015

Keppni í frjálsíþróttum

Keppni í frjálsíþróttum hófst í dag kl. 16:00. Veðurguðirnir voru ekki með keppendum í dag, en keppni í stangarstökki var færð inn í Frjálsíþróttahöllina í Hafnarfirði vegna slæms veðurs. Þau gleðitíðindi bárust að Ásdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti kvenna með kasti upp á 58,85 metra í fjórðu umferð og Hlynur Andrésson í 5000 metra hlaupi karla.
02.06.2015

Keppni í stangarstökki færð í Kaplakrika

Keppni í stangarstökki hefur verið færð inn í Frjálsíþróttahöll Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst þar kl.18:00, þar sem of mikill hliðarvindur er á Laugardalsvelli fyrir keppni í stangarstökki.
02.06.2015

Keppni í blaki

Smáþjóðaleikarnir eru komnir á fullt skrið og hefst keppni í blaki kl: 18:00 með leik San Marínó og Svartfjallalands í kvennaflokki. Íslenska landsliðið á leik gegn Liechtenstein kl. 20:30. Leikið er í Laugardalshöllinni.
02.06.2015

Fyrsti verðlaunapeningur Íslendinga kominn í hús

Skotíþróttakeppnin í Hátúni var spennandi í dag. Íris Eva Einarsdóttir, skotíþróttakona, sigraði glæsilega í loftriffli kvenna eftir harða og spennandi keppni í úrslitum. Írisi Evu hefur greinilega liðið vel á heimavelli, en hún jók jafnt og þétt forskot sitt í síðustu skotum keppninnar og sýndi að hún er með stáltaugar.
02.06.2015

Keppni í áhaldafimleikum

Keppni í áhaldafimleikum hefst í dag kl:16. Fer hún fram í Íþróttamiðstöð Ármanns / Laugabóli sem staðsett er í Laugardalnum.
02.06.2015

Fylgstu með sundkeppninni beint

Hér má sjá keppendur sem synda fyrir Íslands hönd í kvöld, en keppnin hefst kl. 17:30.
02.06.2015

Úrslit kunn í loftriffli karla

Keppni er lokið í loftriffli karla en það var Liechtenstein sem hreppti tvö efstu sætin. Marc-Andre Reinhard Kessler sigraði eftir harða keppni við
02.06.2015

Myndir frá Smáþjóðaleikum

Myndir frá íþróttaviðburðum á Smáþjóðaleikunum eru á heimasíðu leikanna undir "Myndir" og á fésbókarsíðu leikanna Smáþjóðaleikar / GSSE 2015.
02.06.2015

Íslenskir þátttakendur á Smáþjóðaleikum

Íslenskir þátttakendur á Smáþjóðaleikunum 2015 eru 232 talsins. Þar á meðal eru 168 keppendur. Hópurinn kom saman fyrir myndatöku í kringum Setningarhátíð í gær og er hópurinn stórglæsilegur eins og sjá má.
02.06.2015

Boltinn farinn á flug í TBR húsinu

Íslendingar riðu á vaðið í liðakeppni borðtennis þegar þeir mættu Andorra í karlaflokki og Lúxemborg í kvennaflokki.
02.06.2015

Spennandi keppni í strandblaki að hefjast

Keppni í strandblaki hefst núna klukkan 12 á nýjum strandblaksvelli við Laugardalslaug sem gerður var sérstaklega fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Þetta er í sjötta sinn sem strandblak er keppnisíþrótt á Smáþjóðaleikum.
02.06.2015

Keppni hafin í sundi

Keppni í sundi hófst með undanrásum kl.10. Sú grein sem reið á vaðið er 200 metra baksund kvenna. Úrslit eru alla daga frá kl.17:30 til 19:00. Hægt að horfa á keppni í sundi í beinni útsendingu á Hringbraut frá kl.10 í dag og frameftir degi. Ítarlega dagskrá mótsins má sjá hér.
02.06.2015

Keppni í tennis hafin

Klukkan 10 í morgun hófst keppni í tennis á Smáþjóðaleikunum. Keppt verður bæði í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna í Tennishöllinni Kópavogi í dag. Keppni í einliðaleik karla og kvenna stendur til klukkan 13:00 og klukkan 14:30 hefst keppni í tvíliðaleik karla og kvenna.
02.06.2015

Skotíþróttakeppni hefst kl.9

Keppni í íþróttagreinum á Smáþjóðaleikum hefst í dag. Skotíþróttakeppnin hefst kl.9 í loftriffli karla og stendur til kl.13. Keppni í loftriffli kvenna hefst kl.13 og lýkur kl.16.
01.06.2015

Smáþjóðaleikarnir 2015 settir við hátíðlega athöfn

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna fór fram við hátíðlega athöfn í Laugardalshöllinni nú í kvöld. Hátíðin var aðeins fyrir þátttakendur og boðsgesti, en hún var sýnd beint á RÚV. Ákveðið var að halda hátíðina innandyra, þar sem veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt. Fyrri reynsla af Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna, sem haldnir voru á Íslandi í júní árið 1997, sýndi og sannaði að allt getur gerst þegar kemur að íslensku sumarveðri. Þá snjóaði á íþróttafólk og áhorfendur á Laugardalsvellinum, þar sem athöfnin fór fram.
01.06.2015

Ís úr Jökulsárlóni hluti af eldstæði Smáþjóðaleika 2015

Það var tilkomumikil sjón þegar ísnum úr Jökulsárlóni, sem er hluti af eldstæði Smáþjóðaleikanna, var komið fyrir við hlið hraunsins sem flutt var frá Reykjanesi. Eldstæðið stendur við hlið Laugardalshallar
01.06.2015

Aðalfundur Smáþjóðaleika (GSSE)

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) var haldinn í Björtuloftum í Hörpu í morgun. Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í San Marínó árið 2017 og voru fulltrúar San Marínó með kynningu á undirbúningi sínum fyrir leikana. Þá verða leikarnir 2019 í Svartfjallalandi og kynntu fulltrúar þaðan helstu mannvirki og aðstöðu.
01.06.2015

Blossi verður í Kringlunni

Blossi lukkudýr Smáþjóðaleikana 2015 ætlar að vera í Kringlunni í dag frá kl.14:30-15:30 og heilsa upp á gesti og gangandi. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að láta taka mynd af sér með Blossa og ekki þykir okkur leiðinlegt að fá að sjá þær #blossi eða #gsse2015
01.06.2015

Fyrsti dagur Smáþjóðaleika

Sólin heilsar á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna. 1200 þátttakendur eru mættir í Laugardalinn til þess að kynnast svæðinu, þar á meðal 706 keppendur, sem hafa fengið daginn til þess að æfa sig fyrir keppnina.
31.05.2015

Líf og fjör í Sjálandsskóla

Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara 1.-6. júní næstkomandi, ekki bara á keppnissvæðum og í Laugardal heldur hafa verið spennandi verkefni tengd leikunum víða annars staðar.
30.05.2015

Advania sér um upplýsingatæknina á Smáþjóðaleikunum

Framlag Advania felst í að sjá starfsfólki, keppendum og sjálfboðaliðum Smáþjóðaleikanna fyrir tölvubúnaði frá Dell og Xerox. Upplýsingatæknin gegnir lykilhlutverki í þessum atburði enda er margs að gæta hjá þeim sem starfa við leikana.
30.05.2015

Íslenskir þátttakendur á Smáþjóðaleikum

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur staðfest tilnefningar sérsambanda sinna um þátttakendur á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1.-6. júní n.k.
29.05.2015

Vodafone komið í hóp Gullsamstarfsaðila

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur skrifað undir samstarfsamning við Vodafone um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015. Vodafone sér um netsamband á leikunum og hefur mikið kapp verið lagt í það að tryggja að samband sé sem best og víðast. Eins verða keppendur, starfsfólk, sjálfboðaliðar og aðrir sem að leikunum koma í góðu sambandi með 4G SIM-kortum frá Vodafone. Með samningi þessum er Vodafone komið í hóp Gullsamstarfsaðila leikanna.
29.05.2015

Risafloti bíla afhentur ÍSÍ vegna Smáþjóðaleikanna

Bílaumboðið Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Bílaleiga Akureyrar umboðsaðili Europcar á Íslandi eru meðal Gullsamstarfsaðila Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi 1.-6. júní. Fyrstu þátttakendur koma til landsins um helgina en um 800 þátttakendur frá níu löndum taka þátt í leikunum sem nú eru haldnir í sextánda sinn.
25.05.2015

Í dag er ein vika til Smáþjóðaleika

Í dag er ein vika þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu standa frá 1. - 6. júní. Í síðustu viku fyrir leika er að mörgu að huga. Á morgun verður hluti af þeim skiltum sem tilheyra leikunum settur upp í íþróttamannvirkjum. Smáþjóðaleikarnir verða auglýstir í borgarstöndum út um alla Reykjavíkurborg frá morgundeginum og út leika.
20.05.2015

Verðlaunapeningar Smáþjóðaleikanna 2015

Verðlaunapeningar Smáþjóðaleikanna 2015 eru í formi merkis Smáþjóðaleikanna og eru gull, silfur og brons. Formin eru hörð og óregluleg eins og lagskipting náttúrunnar. Verðlaunapeningarnir eru veglegir og stílhreinir.
20.05.2015

Strandblaksvöllurinn að verða tilbúinn

Keppt verður í strandblaki á Smáþjóðaleikunum sem hefjast innan tveggja vikna. Keppni í strandblaki fer fram á nýjum velli við Laugardalslaug dagana, 2. - 6. júní. Síðastliðnar vikur hefur vinna við völlinn gengið vel og sérinnfluttur sandur verður settur á svæðið innan nokkurra daga.
16.05.2015

Íslenskir þátttakendur hittast

Á föstudaginn s.l. var fyrsti fundur íslenskra þátttakenda á Smáþjóðaleikunum. Áður en formleg dagskrá fundarins hófst var þátttakendum gefinn kostur á að máta fatnað frá Jako sem þeir munu klæðast meðan á leikunum stendur.
14.05.2015

Samráðsfundur vegna Smáþjóðaleika

Í gær fór fram samráðsfundur vegna Smáþjóðaleika. Fjölmargir mættu og áttu góða stund saman. Fundurinn fór fram á Café Easy í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var boðið upp á flottar veitingar.
12.05.2015

20 dagar til leika

Í dag eru 20 dagar til Smáþjóðaleika. Að því tilefni var kynningarmyndband leikanna kynnt til sögunnar. Það er í mörg horn að líta þegar að tæpar þrjár vikur eru til leika. Mikið er um að vera í Íþróttamiðstöðinni þessa dagana, ekki einungis er starfsfólkið að undirbúa leikana heldur eru einnig sjálfboðaliðar mætti til að aðstoða á hverjum degi.
12.05.2015

Olís einn af samstarfsaðilum Smáþjóðaleika 2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifaði í gær undir samstarfssamning við Olís um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015. Með samningi þessum er Olís komið í hóp samstarfsaðila leikanna.
07.05.2015

Afsláttur í dagsferðir

Allir þátttakendur á Smáþjóðaleikunum 2015 fá afslátt í dagsferðir með Kynnisferðum - Reykjavik Excursions, á meðan á leikunum stendur.
01.05.2015

Einn mánuður til leika

Í dag er einn mánuður þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík og nágrenni. Að því tilefni er síðasta kynningarmynd Smáþjóðaleikanna 2015 birt, til viðbótar við þær ellefu myndir sem nú þegar hafa verið birtar úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“.
30.04.2015

Blossi heimsótti Vesturbæjarskóla

Í dag heimsótti lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, Blossi, Vesturbæjarskóla, ásamt föruneyti frá ÍSÍ, en 6. bekkur í Vesturbæjarskóla var með sigurnafnið Blossi í nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna 2015.
30.04.2015

Frímerki Smáþjóðaleikanna 2015

Í dag var nýtt frímerki gefið út hjá Íslandspósti. Á frímerkinu eru þær íþróttagreinar sem keppt verður í á Smáþjóðaleikunum 1. - 6. júní 2015. Frímerkið er gefið út af því tilefni að Smáþjóðaleikarnir eru haldnir á Íslandi í ár. Hönnuður frímerkisins er Elsa Nielsen grafískur hönnuður og hluti af hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015.
28.04.2015

Blossi í heimsókn í Hvolsskóla

Það hefur verið mikið um að vera undanfarna daga í Hvolsskóla en börn og fullorðnir hafa skemmt sér vel á þemadögum þessa vikuna. Þeim lauk síðan á miðvikudag með Vorhátíð Hvolsskóla og mætti Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 í heimsókn ásamt Kristni Þórarinssyni sundmanni úr Fjölni.
27.04.2015

Frímerki Smáþjóðaleikanna 2015

Þann 30. apríl nk. verður nýtt frímerki gefið út hjá Íslandspósti, með myndum af þeim íþróttagreinum sem keppt verður í á Smáþjóðaleikunum 2015. Frímerkið er gefið út af því tilefni að Smáþjóðaleikarnir eru haldnir á Íslandi í ár. Hönnuður frímerkisins er Elsa Nielsen grafískur hönnuður.
27.04.2015

Blossi á íþróttaviðburðum

Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 hefur verið iðinn við að mæta á hina ýmsu íþróttaviðburði síðastliðnar vikur. Blossi mætti á boðsundskeppni grunnskólanna og Íslandsmeistaramótið í júdó nýlega.
24.04.2015

Sjálfboðaliðar hefja störf

Það er virkilega skemmtileg stemning í húsakynnum ÍSÍ í dag. Sjálfboðaliðar sem áttu þess kost að mæta eru komnir saman til þess að fara yfir verðlaunapeninga og aðstoða við fatamátun. Það má með sanni segja að hér ríki mikil gleði og liðsandi.
13.04.2015

Fjórða fréttabréf Smáþjóðaleika 2015

Fjórða fréttabréf Smáþjóðaleikanna á íslensku er nú komið út. Í fréttabréfinu er farið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum.
13.04.2015

Silja Úlfarsdóttir hlaupadrottning

Silju Úlfarsdóttur var kölluð hlaupadrottning Íslands lengi vel. Hún vann marga titla á sínum ferli, en vinnur nú í Adidas ásamt því að miðla reynslu sinni í gegnum þjálfun. Silja á góðar minningar frá Smáþjóðaleikum og hlakkar til að fylgjast með þeim hér heima. Silja Úlfarsdóttir er í viðtali í nýjasta fréttabréfi Smáþjóðaleika 2015.
01.04.2015

Fyrsti hópur sjálfboðaliða í grunnþjálfun

Í gær fór fyrsti hópur sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015 í grunnþjálfun. Verkefnastjóri Smáþjóðaleika 2015, Óskar Örn Guðbrandsson, fór yfir almennar upplýsingar um Smáþjóðaleika og Brynja Guðjónsdóttir verkefnastjóri sjálfboðaliða fór yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar.
27.03.2015

Aðalfararstjórar smáþjóðanna funda í dag

Í gær mættu til landsins fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Alls eru níu þjóðir sem taka þátt í leikunum en það eru Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó, Svartfjallaland og Ísland. Farið var í skoðunarferð á þau hótel sem þátttakendur munu gista á í sumar.
17.03.2015

Bláa Lónið - nýr Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifaði í gær undir samstarfssamning við Bláa Lónið um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015. Með samningi þessum er Bláa Lónið komið í hóp Gullsamstarfsaðila leikanna.
16.03.2015

Blossi heimsótti Njarðvíkurskóla

Í dag heimsótti lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 Blossi Njarðvíkurskóla, ásamt föruneyti frá ÍSÍ, en 5.H.G. í Njarðvíkurskóla var með sigurnafnið Blossi í nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna 2015 sem ÍSÍ efndi til í janúar.
03.03.2015

Þriðja fréttabréf Smáþjóðaleika 2015

Í fréttabréfinu er farið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum og því sem gerst hefur frá því undirbúningur fyrir leikana hófst.
21.02.2015

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 heitir Blossi

Í dag eru 100 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni var lukkudýri Smáþjóðaleikanna gefið nafnið Blossi. 5.H.G. í Njarðvíkurskóla var með vinningsnafnið. Lukkudýrið Blossi mun heimsækja skólann við hentugt tækifæri og allir nemendur bekkjarins fá lítinn Blossa til eignar.
21.02.2015

100 dagar til stefnu

Í dag eru 100 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar.
14.02.2015

Undirritun samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika

Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í gær samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleika er tæpar 600 milljónir króna.
06.02.2015

Annað fréttabréf Smáþjóðaleika

Annað fréttabréf Smáþjóðaleikanna á íslensku er nú komið út. Það heitir "Fréttir, Smáþjóðaleikar 2015". Stefnt er á að gefa reglulega út fréttabréf á íslensku fram að leikum.
02.02.2015

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 leitar að nafni

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt. Í vinning er m.a. tölvubúnaður.
06.01.2015

Fyrsta fréttabréf Smáþjóðaleika

Fyrsta fréttabréf Smáþjóðaleikanna á íslensku er nú komið út. Stefnt er á að gefa reglulega út fréttabréf á íslensku fram að leikum.
05.12.2014

Fjórða fréttabréf Smáþjóðaleikanna

Nýtt fréttabréf Smáþjóðaleikanna hefur nú litið dagsins ljós en það er númer fjögur í röðinni. Stefnt er á að gefa út fréttabréf á mánaðar fresti næstu mánuði. Innihald fréttabréfanna er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því eru þau á ensku.
01.12.2014

Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleika 2015

Í dag skrifaði ÍSÍ undir samstarfssamning við Gullsamstarfsaðila Smáþjóðaleikanna 2015. Hönnuðir lukkudýrs Smáþjóðaleikanna 2015, Elsa Nielsen og Logi Jes, kynntu lukkudýrið einnig til leiks. Tvö lukkudýr mættu síðan í bíóið og skemmtu áhorfendum með flottri sýningu og sátu fyrir á myndatökum.
01.12.2014

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 kynnt í dag

Hönnuðirnir Elsa Nielsen og Logi Jes Kristjánsson, sem hönnuðu bæði merki leikanna og lukkudýr leikanna, kynntu lukkudýrið til leiks með því að segja frá hugmyndinni á bak við lukkudýrið og sýna teiknimyndasögu um fæðingu þess. Tvö lukkudýr mættu síðan í Laugarásbíó og skemmtu áhorfendum með flottri sýningu og sátu fyrir á myndatökum.
27.11.2014

Andri er í undirbúningsnefnd Smáþjóðaleikanna 2015

Andri Stefánsson hefur æft knattspyrnu, badminton og handknattleik auk þess að hafa bæði keppt fyrir Íslands hönd í badmintoni og þjálfað badminton á Íslandi og í Danmörku. Áhugamál hans eru íþróttir almennt og hann á margar skemmtilegar íþróttaminningar.
21.11.2014

Íþróttamannvirki Smáþjóðaleikanna

Aðalvettvangur Smáþjóðaleikanna 2015 er Laugardalurinn. Átta af ellefu íþróttagreinum munu fara fram í íþróttamannvirkjum í Laugardalnum. Þrjár íþróttagreinar munu fara fram utan Laugardalsins, en það eru skotfimikeppni, golfkeppni og tenniskeppni.
17.11.2014

Kylfingurinn Ólafur Loftsson í viðtali

Ég byrjaði að æfa golf af alvöru þegar að ég var 12 ára gamall og hef ekki staldrað við síðan. Ég var fyrstur Íslendinga til að spila í móti á PGA Tour og hef sigrað á nokkrum sterkum áhugamannamótum. Mitt helsta markið er að skipa mér sess á meðal bestu kylfinga heims og öðlast þátttökurétt á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni.
13.11.2014

200 dagar til stefnu

Í dag eru 200 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar til viðbótar við þær sjö sem nú þegar hafa verið birtar, ásamt persónulegum viðtölum við íþróttafólkið á myndunum. Viðtölin má sjá hér á heimasíðunni undir „Náttúrulegur kraftur“.
06.10.2014

Áhugi á sjálfboðaliðastörfum mikill

Skráning sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikum 2015 fer vel af stað. Nú hafa yfir 100 manns skráð sig í hin ýmsu verkefni sem í boði eru á leikunum, en það eru aðeins þrír sólarhringar síðan að vefurinn opnaði formlega við athöfn í Laugardalshöll, þann 3.október. Verkefnin eru fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu.
03.10.2014

ZO•ON Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015

ZO•ON er einn af Gullsamstarfsaðilum Smáþjóðaleikanna 2015. Sjálfboðaliðar á Smáþjóðaleikunum munu klæðast glæsilegum fatnaði frá ZO•ON við störf sín, sem þeir fá síðan til eignar. ZO•ON fatnaðurinn var sýndur í fyrsta sinn í dag.
03.10.2014

Býr kraftur í þér?

Í dag var formlega opnað fyrir skráningar sjálfboðaliða á vef Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Hefur þú áhuga á því að kynnast fólki, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel að sjá ný íþróttamet slegin? Býr kraftur í þér?
29.09.2014

Íþróttamannvirki Smáþjóðaleikanna

Aðalvettvangur Smáþjóðaleikanna 2015 er Laugardalurinn, sem sumir kalla „Ólympíuþorp“ okkar Íslendinga. Átta af ellefu íþróttagreinum munu fara fram í íþróttamannvirkjum í Laugardalnum; í Laugardalshöll, á Laugardalsvelli, í Laugardalslaug, Íþróttamiðstöð Ármanns/Laugabóli og í TBR.
03.09.2014

Náttúrulegur kraftur á byggingu ÍSÍ

Í gær var sett upp stór auglýsing fyrir Smáþjóðaleikana 2015 á vesturvegg byggingar ÍSÍ í Laugardalnum. Myndin er af Söru Rún Hinriksdóttur, körfuknattleikskonu, þar sem hún spilar körfuknattleik við Svartafoss.
01.09.2014

Þriðja fréttabréf Smáþjóðaleikanna

Nýtt fréttabréf Smáþjóðaleikanna hefur nú litið dagsins ljós en það er númer þrjú í röðinni. Stefnt er á að gefa út fréttabréf á tveggja mánaða fresti næstu mánuði en síðan á mánaðarfresti fram að leikum. Innihald fréttabréfanna er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því eru þau á ensku. Fréttabréfin verða einnig birt hér fyrir þá sem vilja vera vel upplýstir um gang mála.
12.08.2014

Óskar Örn er verkefnastjóri Smáþjóðaleikanna 2015

Óskar Örn Guðbrandsson er verkefnastjóri Smáþjóðaleikanna 2015. Hann æfði sund með Sundfélagi Akraness í 12 ár og keppti fyrir landsliðið í sundi í fjöldamörg ár, meðal annars á Smáþjóðaleikum. Aðaláhugamál hans er fjölskyldan og áhugamál barna sinna.
07.08.2014

Frjálsíþróttameistarinn Sveinbjörg í viðtali

Ég prófaði frjálsar fyrst fimm ára, en fór að æfa af krafti um fermingu. Markmið mitt er að komast inn á helstu stórmótin og þar á meðal Ólympíuleikana 2016.
05.08.2014

300 dagar til stefnu

Í dag eru 300 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar til viðbótar við þær fimm sem nú þegar hafa verið birtar, ásamt persónulegum viðtölum við íþróttafólkið á myndunum.
01.07.2014

Elsa Nielsen er í hönnunarteyminu fyrir Smáþjóðaleikana 2015

Elsa Nielsen er í hönnunarteyminu fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og fór á tvenna Ólympíuleika, í Barcelona 1992 og Aþenu 1996.
01.07.2014

Logi Jes Kristjánsson er í hönnunarteyminu fyrir Smáþjóðaleikana 2015.

Logi Jes Kristjánsson er í hönnunarteyminu fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Hann prófaði ýmsar íþróttir, en fann sig best í sundi. Logi fór á Ólympíuleikana í Atlanta 1996.
27.06.2014

Golflið frá San Marínó æfði á Korpu

Dagana 21. - 25. júní var átta manna hópur frá San Marínó staddur hér á landi til að spila golf á Korpuvelli. Ferðin er hluti af undirbúningi golfliðsins fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Hópurinn samanstóð af framkvæmdastjórum Golfsambands San Marínó, ásamt kylfingum sem eiga möguleika á að kepa á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 2015.
19.06.2014

Nýtt fréttabréf Smáþjóðaleikanna

Nýtt fréttabréf Smáþjóðaleikanna hefur nú litið dagsins ljós en það er númer tvö í röðinni. Stefnt er á að gefa út fréttabréf á tveggja mánaða fresti næstu mánuði en síðan á mánaðarfresti fram að leikum.
18.06.2014

Skotfimimeistarinn Ásgeir í viðtali

Ég byrjaði að æfa skotfimi þegar að ég var á öðru ári í Kvennaskólanum. Mitt helsta markið er að bæta mig eins og ég er búinn að vera gera undanfarin ár og hækka stöðu mína á heimslistanum.
10.06.2014

Fimleikameistarinn Dominiqua í viðtali

Ég byrjaði að æfa fimleika 6 ára gömul í Vestmannaeyjum. Helsta markmið mitt er að hafa raunsæ markmið og drauma sem ég get unnið að.
01.06.2014

Eitt ár í Smáþjóðaleikana

Í dag er eitt ár í Smáþjóðaleikana sem haldnir verða á Íslandi 1. – 6. júní 2015. Að því tilefni verður ný mynd úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birt ásamt persónulegum viðtölum við íþróttafólkið á myndunum.
23.05.2014

Fulltrúar Smáþjóðaleikanna funduðu á Íslandi

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) og fundur tækninefndar leikanna fóru fram á Íslandi um síðastliðna helgi. Á fundina mættu fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015.
16.05.2014

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna er um helgina

Í gær mættu til landsins fulltrúar frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Í dag verður haldinn fundur Tækninefndar Smáþjóðaleikanna þar sem er ítarlega farið yfir öll þau atriði er lúta að keppnisgreinunum.
07.05.2014

Samráðsfundur sérsambanda vegna Smáþjóðaleikanna.

Í mörg horn er að líta þegar kemur að því að halda Smáþjóðaleika. Á samráðsfundi skipulagsnefndar smáþjóðaleikanna og sérsambanda sem taka þátt í leikunum var farið yfir helstu atriði sem huga þarf að í kringum leikana og nú þegar að rúmt ár er til stefnu.
29.04.2014

400 dagar í Smáþjóðaleikana

Þann 27. apríl síðastliðinn voru 400 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík. Smáþjóðaleikarnir 2015 eru auglýstir á fallegum veggspjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru.
11.04.2014

Nýr starfsmaður ÍSÍ

ÍSÍ hefur ráðið Rögnu Ingólfsdóttur í starf verkefnastjóra kynningarmála. Ragna var valin úr hópi tæplega 140 umsækjenda en það var Hagvangur sem sá um ráðningarferlið.
17.01.2014

500 dagar til stefnu

Í dag, föstudaginn 17. janúar, eru 500 dagar þar til 16. Smáþjóðaleikarnir verða settir í Laugardalnum í Reykjavík. Í tilefni dagsins hefur fyrsta fréttabréf leikanna nú litið dagsins ljós en innihald þess er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því er það á ensku. Það er engu að síður birt hér fyrir þá sem vilja vera vel upplýstir um gang mála.
09.01.2014

Fyrsti fundur heiðursnefndar og fjölmennur kynningarfundur

Fyrsti fundur heiðursnefndar Smáþjóðaleika 2015 var í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Heiðursnefnd Smáþjóðaleika skipa mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, forseti ÍSÍ, varaforseti ÍSÍ, gjaldkeri ÍSÍ, ritari ÍSÍ og framkvæmdastjóri ÍSÍ.
25.11.2013

Aðalfundur GSSE

Aðalfundur GSSE - Games of the Small States of Europe (Smáþjóðaleikar) var haldinn í Róm 22. nóvember sl. þar sem Lárus L. Blöndal tók formlega við sem forseti samtakanna. Á fundinum voru samþykktar breytingar á lögum samtakanna, sem meðal annars fela í sér að aðalfundur verður nú haldinn árlega en ekki annað hvert ár eins og verið hefur til þessa.
31.05.2013

Smáþjóðaleikarnir 2015 kynntir

Á meðan íslensku þátttakendurnir á Smáþjóðaleikunum hafa gert það gott á keppnisstöðum leikanna þá hefur ÍSÍ staðið fyrir öflugri kynningu á leikunum sem haldnir verða hér á landi árið 2015.
29.05.2013

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana 2015

Ísland verður gestgjafi Smáþjóðaleikanna árið 2015. Undirbúningur fyrir þá leika er þegar hafinn og á leikunum sem nú standa yfir í Luxemborg eru aðilar á vegum ÍSÍ til að taka út og skoða stærstu þættina í undirbúningi slíkra leika.
27.05.2013

Ólafur Rafnsson forseti framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleika

Aðalfundur Smáþjóðaleika og fundur framkæmdastjórnar Smáþjóðaleika voru haldnir á sveitasetri í Luxemborg í dag. Fulltrúar ÍSÍ á aðalfundinum voru Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ. Fulltrúar ÍSÍ á fundi framkvæmdastjórnar leikanna voru Ólafur Rafnsson forseti, Lárus Blöndal varaforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri.
22.05.2013

Smáþjóðaleikar 2015 á Íslandi kynntir

16. Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015. Smáþjóðaleikar voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi en það var árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Luxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marino, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland.
28.02.2013

Skipulagsnefnd Smáþjóðaleika hefur störf

Skipulagsnefnd Smáþjóðaleika sem verða hér á Íslandi í júní 2015 hefur nú hafið störf.

Gestgjafar

  • Íþróttabandalag Reykjavíkur
  • Reykjavíkurborg
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands